Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 6

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 6
-p- —? Herierð gegn hitn- einingum veldur tjóni á næringu mannkyns í næringarlegu tilliti er það til tjóns, að smjörlíki var fundið upp, tjáir heimsfræg- ur næringarefnafræðingur, prófessor Ge- orge Borgström, við Michigan State Uni- versity. Ódýrt smjörlíki og notkun þess í vaxandi mæli leiðir til þess, að víða er hætt við ofneyzlu á fitu og þá koma ýmsir fram á sjónarsviðið og benda á, að eðli- legt sé og sjálfsagt að draga úr neyzlu á mjólkurfitu. í erindi, sem þessi heimsfrægi matvæla- og næringarfræðingur hélt í Stokkhólmi síðastliðið sumar, benti hann á, að sam- tímis því að ofneyzla á jurtafitu væri al- gegn, hvettu ýmsir til að minnka neyzlu mjólkur. Vestan hafs var þá farið að framleiða ýmis konar gervimjólk, en þá tók ekki betra við því að í hana var not- uð kókosfeiti, einkum til þess að tak- marka eða fyrirbyggja þránun, en þarna var farið úr öskunni í eldinn því að ein- mitt þessi fitutegund nýtist mjög illa 1 mannslíkama og hefur truflandi áhrif á fitubrennslu hans. Þannig fékkst að vísu ódýrari mjólk en ekki að lífeðlis- gildi nema brot af því sem gerist um venjulega kúamjólk. Að fengnum þessum staðreyndum er í sumum ríkjum Banda- ríkjanna bannað að selja gervimjólk. Það sem ýmsir ætluðu að verða skyldi til gagns fyrir fólkið hefur reynst ógagnlegt eða skaðlegt, einkum heilsufarslega skoð- að. „Við þurfum að vera varfærin í heimi nýjunganna og aldrei álíta að við vitum allt, þó að ný sannindi skjóti upp kolli, er ætluð eru til bóta um umbóta,“ segir hann. í venjulegri kúamjólk eru 142 feitar sýrur. Margar þeirra eru lífsnauðsynlegar í næringu fólksins, hve margar vitum við ekki. Líklegt er, að við eigum eftir að sanna og margsanna kosti smjörs fram yf- ir jurtafeitina. En máske á smjörlíkið líka eftir að batna. Stærsta áfallið var það, þegar það sýndi sig, að nýgræðingurinn var skepnunum eitraður og að þær vanþrifust og kviðdróg- ust, þó að gróður væri orðinn nægur. Það Var ekki fyrr en undir miðjan júní ,að skepnur fóru að rétta við aftur, og fram að þeim tíma komu ærnar hlaupandi, ef að þær vissu að verið var með heytuggu. Ný- græðingurinn var í fyrstu gulur og korku- legur, og úthaginn bar gulleitan blæ. Af þeim gróðri gat engin skepna þrifizt. Fuglalíf var mjög lítið í vor og sumar, fuglategundir hurfu með öllu. Svo var það t. d. með skógarþröstinn. Það var rétt fyrir 32 miðjan júní, sem álftin kom allt í einu, og tók upp sína venjulegu háttu með kvak á tjörnum og fæðuöflun á flóum. Það kann að virðast ólíklegt, að dýr og fuglar skynji hættu sem þessa, en engum alsjáandi gat þó dulizt, að svo var, svo greinilegt var það. Hversu hefði nú farið, ef askan hefði fall- ið yfir eftir að jörð var gróin og skepnur komar af húsi? Hætt er við, að þá hefði orðið fátt til varnar. Lækjarmóti, 30. júní 1970. Sig. J. Líndal. F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.