Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 22

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 22
Leiðin frá Litlahamri norður yfir heiðar til Austurdals var forn ferðamannavegur — Birkibeinavegur — en það var ekki fyrr en 1968 að hún var opnuð fyrir bifreiðir. Áletrun á steininn segir frá því. Við hann standa íslendingarnir og Bartneshjónin frá Steinkjer, sem voru gestgjafar m. a. víðernin. Og þegar komið er yfir í Austur- dalinn, langt í norðaustur frá Litla-Hamri, er raunar ekki hægt að segja, að þar sé öllu búsældarlegra en á heiðunum. Þar eru skógar og aftur skógar. Um allar aldir hafa þeir veitt þjóðinni byggingarefni og elds- neyti og um langt skeið eftirsótta verzl- unarvöru, en fyrirhafnarlaust eru þau verðmæti ekki fengin. Það er mikil vinna og erfið að breyta skógartrjám, langt inni í landi, í handhægt byggingarefni á verzl- unarstað við ströndina. Bót í máli að elfan rennur til sjávar og Glomma hefur skilað mörgum trjábol til strandar við Frederiks- stað um liðnar aldir. Klukkustund eftir klukkustund er ekið með góðum hraða niður Austurdalinn. Á aðra hönd er elfin, á hina óteljandi urmull furu- og grenitrjáa, en á leiðinni aðeins stöku bændabýli með löngu millibili, fáar skepnur á beit en miklir skógar umhverfis. Okkur er tjáð, að þarna sé búið við svín, en ekki um að ræða mjólkurframleiðslu nema til heimilisþarfa. Líklega er landið lítt til akuryrkju fallið enda undirlendi lítið, sumstaðar ekkert nema árfarvegur- inn. En þegar komið er allt suður á svið Heiðmerkur opnast víð sýn og fagrar lend- ur. Þar er sumarkvöldið dásamlegt og blá- móða fjallanna í Opplandi töfrandi í suð- vestri. Á Stensby og Björke gárd Tvo viðkomustaði er sérstakt tilefni að nefna vegna þess, að starfsemin þar er nátengd íslenzkum athöfnum. Það var sjálfsagt að hitta Oddmund Filseth, á Stensby, en það var hann, sem 48 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.