Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 16

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 16
hreinir. Ganga verður vandlega frá pokaopum, þegar búið er að láta í þá, svo að útilokað sé, að ullin geti ó- hreinkast í þeim eða slæðst úr þeim í flutningi. 9. Pokana verður að merkja vandlega með nafni, heimilisfangi og ullarlit. 10. Þeir sem vilja senda ull sína í sérmat verða að ganga fast eftir því að fá fullnægjandi fyrirgreiðslu frá sölufé- lagi sínu og uppgjör eftir gæðaflokk- um frá þvottastöð eða ullarkaupanda eins fljótt og tök eru á. Kynbótamöguleikar Þá er ástæða til að fara nokkrum orðum um ræktun fjár með tilliti til ullargæða. Undanfarin ár hafa verið gerðar um- fangsmiklar tilraunir með ræktun á fé með alhvíta ull á bændaskólabúunum að Hólum og Hvanneyri og á tilraunastöðv- unum á Reykhólum og Skriðuklaustri. Niðurstöður þeirra tilrauna sýna, að mjög fljótlegt er að ná árangri í ræktun al- hvíta fjárins, og vil ég í því sambandi benda á yfirlitsgrein um þessar rannsókn- ir í Handbók bænda 1969. Þessar tilraunir benda til þess, að með því að söðla alveg um, hætta að nota gula eða írauða hrúta og nota eingöngu al- hvíta hrúta megi gjörbreyta litarhætti fjárstofnsins á örfáum árum. í áðurnefndri grein í Handbók bænda var gerð áætlun um hámarksframför í ræktun á alhvítu fé. Þar var gengið út frá því, að byrjað væri með fjárstofn, þar sem 80% lambanna væru mikið gul, þ. e. a. s. með rauðgular illhærur á belg, 19% væru með gulan lit á skæklum, og aðeins 1% með alhvítan lit lambshaustið. í áætluninni var gert ráð fyrir, að skipt væri alveg um hrúta, allir gulir hrútar felldir, en eingöngu notaðir alhvítir hrút- ar af þeirri gerð, sem notuð hefur verið í tilraununum. Ekki var gert ráð fyrir því í áætluninni, að skipt væri um ærstofn nema eftir því sem ær féllu úr fyrir ald- urs sakir, en gert var ráð fyrir, að settar yrðu á alhvítar og lítið gular gimbrar eftir því sem tök yrðu á og ekkert nema alhvítar gimbrar, eftir að fjöldi þeirra væri orðinn nægilega mikill til viðhalds stofninum. í áætluninni var miðað við sama árang- ur af notkun alhvítu hrútanna eins og til- raunirnar hafa sýnt, og þá átti að vera hægt að ná eftirfarandi árangri í ræktun hvíta litarins: Haustið eftir að byrjað er að nota al- hvítu hrútana má gera ráð fyrir, að al- hvítum lömbum hafi fjölgað úr 1% upp í 37%, og að mikið gulum lömbum hafi fækkað úr 80% niður í 12%. Eftir 6 ára kynbætur á ullarlit má gera ráð fyrir, að 68% lambanna verði alhvít, 27% gul á skæklum og aðeins 5% eitthvað gul á belginn. Þessar tilraunir hafa sýnt það óyggj- andi, að engan eiginleika sauðfjárins er auðveldara að kynbæta heldur en ullar- litinn, og reynsla þeirra bænda, sem hafa tekið upp notkun alhvítra hrúta virðist yfirleitt koma mjög vel heim við tilrauna- niðurstöðurnar. Þörfin á kynbótum mikil En það er ekki aðeins auðvelt að bæta ullarlitinn með kynbótum, heldur er mjög mikil þörf á að bæta hann til þess að iðn- aðarhráefnin, sem fást af sauðfénu, ullin og gærurnar, verði sem verðmætust vara. Forstöðumenn ullarverksmiðja og sút- unarverksmiðja leggja á það áherzlu að alhvít ull og alhvítar gærur séu mun betra hráefni til iðnaðar heldur en ull og gærur, sem mikið ber á rauðgulum illhærum í. Vitanlega hafa miklu fleiri atriði áhrif á endanleg gæði þessara hráefna heldur en liturinn einn, en komist ullin í mat og þvott í góðu ásigkomulagi og séu gærurn- ar af réttri stærð og með heppilegu ullar- fari, ræður liturinn úrslitum um það hvert endanlegt notagildi háefnisins og söluverðmæti iðnaðarvarningsins verður. 42 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.