Freyr - 15.01.1971, Side 15
STEFÁN AÐALSTEINSSON:
ULL OG GÆRUR
frá sfónarhóli bænda og iönrekendla
Prenlaö eftir handriti að útvarpserindi
Ull og gærur mikilvæg hráefni
Undanfarin misseri hefur framleiðsla á
verðmætum ullarvörum til útflutnings
færzt mikið í vöxt, og markaðir fyrir sér-
stæðar vörur úr íslenzkri ull virðast fara
vaxandi.
Nú fer meiri hluti ullarframleiðslunnar
til vinnslu í landinu, en til útflutnings fer
fyrst og fremst ull sem er svo léleg að gæð-
um, að hana er erfitt að nota í gæðafram-
leiðslu. Því er áríðandi að fara sem allra
bezt með ullina á öllum stigum, svo að
sem mest komi til skila af góðri ull til
notkunar í íslenzkum útflutningsiðnaði.
Til þess að ullin frá hverjum einstökum
fjárbónda nýtist sem bezt og nái sem beztri
flokkun, er nauðsynlegt að bóndinn flokki
sjálfur ullina af fé sínu að einhverju leyti
strax við rúning, eða að honum loknum.
Nú eiga bændur þess kost að senda ull
sína sérmerkta í þvottastöðvar og fá hana
metna þar, og eins er farið að kaupa ull
eftir mati beint frá bændum.
Ef bóndinn vill fá góða flokkun á nll...
Til þess að ná góðri flokkun á ull sína
þurfa bændur að setja sér eftirfarandi
vinnubrögð:
1. Féð sé rúið í þurru veðri og á þurrum
og hreinum stað.
2. Reyfið sé tekið af í heilu lagi og ekki
klofið eða tætt í sundur í snepla.
3. Hvert reyfi sé vafið upp að rúningi
loknum, og snúi þelið út, og hálsullin
sé teygð og vafin í hring utan um upp-
vafið reyfið og endanum brugðið und-
ir vafninginn, svo að reyfið haldist vel
saman. Sé ullin blaut, verður að
þurrka reyfin, áður en þeim er vafið
upp, og blauta klepra verður að klippa
úr reyfunum, áður en gengið er frá
þeim.
4. Hvíta féð sé alltaf rúið fyrst og það
mislita síðast í hverri rétt. Það fer
aldrei hjá því, að mikið af dökkum
hárum af mislita fénu loði við rún-
ingsmanninn, og þau hár berast í ull-
ina af næstu kind.
5. Mislit reyfi má aldrei láta saman við
hvítu ullina. Sé hvít og mislit ull látin
í einn bing, slæðist mikið af dökkum
hárum saman við hvítu ullina og þau
stórspilla hvítu ullinni, bæði til iðnað-
ar í landinu og til útflutnings. Mislitu
ullinni á að halda aðgreindri eftir lit-
um.
6. Þar sem eitthvað er til af alhvítu fé er
sjálfsagt að halda ullinni af því sér við
rúninginn og þegar hún er pökkuð. Þá
ull ætti að merkja sérstaklega, þegar
hún er send í mat, því að með því móti
er miklu meiri von til þess að fá hana
í I. flokk heldur en ef hún er blönduð
saman við aðra ull.
7. Þess sé gætt að ullin geti ekki safnað
í sig óhreinindum og mori, þar sem
rúið er eða þegar ullin er pökkuð. Sé
rúið í fjárhúsum og ullin látin í fjár-
húsjöturnar verður að sópa þær vand-
lega, áður en byrjað er að rýja.
8. Ullarpokarnir verða að vera vel
41
F R E Y R