Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 17

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 17
Það finnst kannski sumum fjarskylt rúningi og ullarmeðferð að ræða um kyn- bótamöguleika í þessu spjalli, en til þess liggur sú ástæða, að við rúninginn er auð- veldast að gera sér grein fyrir því, hvern- ig ullarliturinn á ánum er, og einnig er mjög auðvelt að dæma um gulan lit á lömbum á þessum tíma. Þess vegna er ástæða til fyrir þá bænd- ur, sem hafa áhuga á að rækta upp alhvítt fé að meta litinn á ánum, þegar af þeim er tekið og dæma litinn á lömbunum um leið, hafi það ekki verið gert á sauðburði. Þá kemur líka til greina að dæma ær og lömb að haustinu. Sumir halda að það sé einhver galdur að sjá rauðgulu illhærurnar, en því fer fjarri. Allir menn með venjulega sjón geta séð þessi dökku hár í ullinni með því að skoða reyfið innanvert eða með því að skoða hrygginn á ánum nýrúnum. Fyrir þá, sem efu óvanir, er bezt að byrja á fé, sem er greinilega gult eða írautt á lagð- inn. Þar er gefið, að reyfið er morandi í dökkum hárum, og ef reyfið er rúið af slíkum kindum, standa illhærurnar venju- lega eftir á mölunum. Þeir sem það hafa séð, eiga ekki að geta villzt á því, hvað er átt við með hugtakinu rauðgular illhær- ur. Æi og haustlömb í þrjá flokka, vorlömb í 5 flokka fyrir gulku Bezt er að flokka ær og haustlömb í þrjá flokka eftir ullarlit. I fyrsta flokk fara þá alhvítar ær, þar sem ekki fyrirfinnst gul- ur litur neins staðar á kindinni, í annan flokk fara ær, sem eru með gulan lit í jöðrum reyfisins, en ekki annars staðar og í þriðja flokk fara ær, sem hafa áber- andi rauðgular illhærur inni í reyfinu. Lömbunum er auðvelt að gefa einkunn- ir frá 1—5 fyrir gulan lit við fæðingu. Þá fá alhvít lömb einkunina 1, og er þá ekki gulur litur neins staðar á lambinu, hvorki á haus, fótum, rófu né belg. Eink- unn 2 fá þau lömb, sem hafa gulan lit á haus, fótum eða rófu, en eru hvít á belg- inn, einkunn 3 fá lömb sem hafa gulan lit á belg, þar með talið gult á hálsi, en meira hvítt en gult á belgnum, einkunn 4 fá gul- flekkótt lömb, sem eru meira gul en hvít, og einkunn 5 fá algul lömb. I sambandi við ásetning og notkun á al- hvítum hrútum er sérstök ástæða til að benda á, að ekkert hefur komið fram í til- raununum með alhvíta féð, sem bendir til þess, að samhengi sé á milli vænleika fjár- ins og litarfarsins. Alhvítir hrútar hafa að meðaltali gefið álíka væn lömb eins og gulir hrútar, og alhvítir ærfeður gefa mjög svipaðar dætur og gulir ærfeður. Þess vegna á engin hætta að vera á, að afurðasemi fjárins minnki við það að lit- urinn er bættur með kynbótum. Hitt getur aftur á móti verið, að erfitt sé að fá í fyrstu atrennu alhvítan lamb- hrút, sem er öruggur I. verðlaunahrútur á sýningu, og af þeim sökum halda margir bændur að sér höndum í ræktuninni. í því sambandi er rétt að geta þess, að á tilraunabúunum, þar sem ræktun alhvíta fjárins er lengst á veg komin, hafa verið valdir til ásetnings beztu alhvítu hrútarn- ir, sem völ hefur verið á og þeir notaðir strax lambsveturinn. Hafi þeir sjálfir ver- ið fremur síðbornir tvílembingar og verið mikið notaðir, hefur þroski þeirra sjálfra oft verið lítill og þeir því ekki álitlegir sýningahrútar. En margir þessara hrúta hafa gefið mjög góð lömb og sýnt þannig, að eðli þeirra er betra en útlitið segir til um. Með því að fá mörg lömb undan slík- um hrútum er oftast hægt að finna undan þeim alhvíta hrúta, sem eru vel ættaðir í móðurætt og einnig mun þroskameiri en feðurnir, og séu þeir settir á, er hægt að sameina á 2—3 árum góðan lit, gott eðli, þekkta afurðaætt og gott sýningarútlit. Afkvæmadómur mikilvægari en útlit einstaklingsins Þess vegna er rétt að benda bændum, sem settu á alhvíta hrúta s. 1. haust eingöngu F R E Y R 43

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.