Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 8

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 8
í vömbinni minnkar munnvatnsframleiðsl- an og hún stöðvazt alveg ef sýrustigið í kepp og vömb fer niður í pH 4—4,5. þá missir skepnan alla lyst. Skyndileg meltingartruflun Fyrir nokkrum árum gerði Hungate og samverkamenn hans tilraunir með fyrir- bæri af þessu tagi. Sauðfé var fóðrað á heyfóðri einu um skeið en fékk allt í einu allmikið kjarnfóður. Aðeins nokkrar kind- ur úr hópnum lifðu, hinar drápust innan sólarhrings frá korngjöfinni. Þær kindur, sem lifðu, voru nokkra daga að ná sér aftur. Eftir korngjöfina féll sýrustigið í vömb kindanna fljótt niður í 4,2—4,7 og í til- raunum síðar var prófað að fóðra með auðleystum kolvetnum, sem höfðu í för með sér öra gerjun og mikla mjólkur- sýrumyndun í kepp og vömb hverrar skepnu, mjólkursýrugerlarnir uxu að magni og atferli og sjúkdómseinkenni í skepnunum urðu glögg og örugg. Við á- framhaldandi tilraunir og rannsóknir um þessi efni sýndi það sig, að ör mjólkur- sýrumyndun eyðileggur lífverur þær, sem eðlilega þurfa að vera í vömb jórturdýrs og skulu gerja tréni fóðurs og mynda reik- ular sýrur, en langvinn sýrumyndun og lágt sýrustig sýndi sig, við nánari rann- sóknir á veikum og dauðum skepnum, að hafa valdið sárum í innra borði umræddra líffæra. Kvilli af þessu tagi kallast á er- lendum málum acidose (þ. e. sýrueitrun). Sýrueitrun Nú er það svo, að verulegt magn mjólkur- sýrunnar berst yfir í blóðið og reynir þar á lífeðlislegt jafnvægisfyrirbæri. Mikið uppsog mjólkursýrunnar í blóðið eykur brennslu í líkamanum og þannig eykst viðleitni til þess að koma auknu kolsýrumagni úr líkamanum. Við það minnkar magn lútkenndra efna í blóðinu en það örvar enn efnabrennsluna. Nú hafa nýrun talsverða hæfni til þess að senda vetni burt úr líkamanum með þvaginu. Þannig lækkar sýrustig þvagsins, en því eru takmörk sett hve mikið getur skolast burt á þennan hátt. Við skyndilegar sýru- verkanir getur þannig orðið óeðlilega mikið þvaglát svo að frumur líkamans skorti vökva. Einkenni, sem þá koma fram á skepnunni, eru þau, að húðin verður þurr og föst og háralagið úfið. Tilfinnan- legur vökvaskortur getur haft mjög alvar- legar afleiðingar. Það þykir ef til vill einkennilegt að setja þessi fyrirbæri í samband við notkun og áhrif gróffóðurs í hlutfalli við notkun kraftfóðurs. En þess ber að minnast, að fyrirbærið hendir ekki aðeins þegar skepna etur of mikið kraftfóður einu sinni. Kvill- inn hefur á síðari árum einatt verið ná- tengdur notkun vögglaðs kraftfóðurs, eða kögglaðs fóðurs. Víst hefur hann ekki alltaf verið jafn áberandi og ekki sézt jafn skyndilega, en þó orðið svo verulegur, að alvarleg veikindi og truflanir hafa af hlotizt. Klaufsperra (laminitis) Kvilli þessi hefur verið all algengur vestan hafs á síðari árum eða síðan farið var að nota heilfóður í verulegum mæli. Frá fornu fari hefur hann verið þekktur í Evrópu, einkum á hrossum, og gengið undir nafn- inu „forfangenhed,“ en gerist nú ekki fá- tíður á sömu slóðum síðan heilfóður er komið í notkun í mörgum löndum. Nautgripir geta einnig fengið þennan kvilla. Einkenni hans er sársauki í klauf- um, skepnan getur jafnvel í engan fótinn stigið. Hross standa með stífa fætur og spyrna frá bolnum, en kýr skjóta kryppu upp úr hrygg og hafa tilhneigingu til að krossleggja framfætur ef þær eru knúðar til að standa upp. Sárindin í klaufum stafa af þrota og vökvamyndun í leðurhúðinni. Leðurhúðin í klaufunum myndar einskonar blöð, svo sem flestir vita, (á erlendum málum lam- eller, af því laminitis heiti kvillans) og 34 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.