Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 5

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 5
allt svart af öskufalli. Askan var kolsvart, fínt dust, mikið af því fínt sem hveiti, en grófast sem fínn sandur. Mest varð ösku- fallið um Víðidal, Vesturhóp og Vatnsnes norðanvert. Minnst varð það um Hrúta- fjörð, og á bletti á Vatnsnesi innanverðu að vestan. Mest varð öskufallið á bletti á austanverðu Vatnsnesi. Talið er, að þar hafi hafgola komið á móti öskufallinu, og þess vegna hafi þar fallið svo feikilega mikið. A því svæði sem öskufallið varð mest, er talið að það hafi verið 4—6 mm. Eina mæl- ingu vissi ég gerða í Vesturhópi strax að morgni, og reyndist það vera 4 mm. Talið er, að þetta öskufall nemi 40—60 tonnum á ha. Má svo reyna að reikna hversu miklu Hekla hefur spúð frá sér þessar fyrstu klukkustundir. Einnig þann leifturhraða, sem á gosefnum varð hér norður á Húna- flóa. Engum mun hafa verið ljóst í byrjun, hver vá var nú komin að dyrum þeirra. * ❖ * Aðstaða manna til að taka fé sitt á inni- stöðu var mjög misjöfn. Raunar voru það þeir einir, sem áttu næg hey og höfðu vatnsleiðslu í hús sín, sem gátu verið nokk- urn veginn tryggir með skepnum sínar, að minnsta kosti þar til óumflýjanlegt var að láta út vegna sauðburðarins. Nokkra bænd- ur vissi ég, sem gáfu öllu sínu fé inni fram yfir fardaga, og tel ég það næstum furðu- legt úthald. Ég átti eina á úti nóttina sem gosið hófst. Hún hafði leitað til fjalls, eins og sauðkinda er von á vordögum. Hún kom heim á þriðja degi, lagðist fyrir og var dauð næsta morgunn. Ekki tók ég nema óveru- legt mark á þessari aðvörun, en síðar sá ég að sama gerðist hjá nágranna mínum, sem missti nokkrar kindur til fjalla. Sumar þeirra voru dauðar eftir 3—4 daga. Um miðjan maí var farið að leita eftir heykaupum, einkum úr Eyjafirði. Þau komu að miklum notum, og þörfin fyrir þau var víða mjög mikil. En að hægt sé að flytja hey til annarra en þeirra, sem mesta hafa þörfina, er óhugsandi, þegar heil hér- uð verða fyrir barðinu á öskufalli, eins og hér skeði nú. Ég held að það hafi tekizt að útvega næg hey, til þess að hægt væri að gefa kúnum inni fram um mánaðarmót- in, og sauðfé höfðu flestir á gjöf að meira eða minna leyti fram yfir fardaga. Alls munu hafa verið flutt að um 200 tonn af heyi. ❖ ❖ * Þeir munu sárafáir, sem ekki hafa orðið fyrir meiri eða minni vanhöldum ,og þau hafa að einhverju leyti náð til allra búfjár- tegunda, þ. e. sauðfjár, hrossa og nautgripa. Mest hafa vanhöldin orðið á sauðfé, og ég held, að ekki sé áætlað um of, þó að talið sé að þeir, sem verst hafa orðið úti, eigi nú aðeins helming verðmætis í sauðfé miðað við það sem væri, ef áfall hefði ekki orðið af öskufallinu. Um það segir dauða- talan ekki alla sögu. Vanhöldin komu fram í ýmsum myndum. Auk þess sem hreinlega fór yfir um, létu ær lömbum, þau fæddust fyrir tímann, og sumar ærnar eru aumingj- ar, og nú má sjá ær ganga á hnjánum, þó að hressilegar séu á annan hátt. Eitt af því sem einkenndi þessi veikindi af öskufall- inu, var það, að ærnar voru sinnulausar um lömbin og mjólkuðu ekki. Jafnvel þó að þær hresstust á ný, kom ekki í þær dropi af mjólk. Það mun líka vera þekkt fyrir- bæri, að flúoreitrun fylgir lítil mjólkur- myndun. Ég tel, að lítil mjólkurmyndun ánna muni vera höfuð ástæðan til þess, að almennt kom korka í lömbin, eftir að án- um var hleypt út. Veikindi komust í naut- gripi á nokkrum bæjum, með drykkjar- vatni, að því er talið var. Ekki varð það þó að miklu tjóni, en nokkrum kúm varð að lóga. Hross voru vel undan vetri gengin, en jafn illa farin hross og sumar hryssur voru á þessu vori, hefi ég aldrei séð. Folöldin, sem fæddust í maí, urðu flest vesalingar, þau sem lifðu. Hvað verður um heilsufar hrossanna í haust, get ég ekki sagt um, en flest munu þau vera að ná sér að nýju. ❖ * * F R E Y R 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.