Freyr

Árgangur

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 3

Freyr - 15.01.1971, Blaðsíða 3
MENGUN Á liðnu ári var um fátt meira talað en mengun láðs, lofts og lagar. Mengun — hvað er það? Að menga eitt eða annað er i rauninni að blanda í tilveruna einhverju því, sem gerir hana afbrigðilega, öðruvísi en hún er útbúin frá hendi frjálsrar náttúru. Og þegar talað er um mengun leggja menn venjulega þann skilning í orðið, að þar sé á ferðum íblöndun, sem að nokkru er saknæm eða meinleg, jafnvel stórhættuleg tilveru líf- veranna. Því er ekki að neita, að efnavinnsla og efnablöndur af ýmsu tagi, sem nútíminn leggur kapp á að hagrœða og hagnýta, geta verið stórhættulegar og eyðandi öllu lífi þegar íblandanir stíga yfir ákveðin mörk. Það er þekkt úr allri tilveru lífsins, að jafnvel hin nauðsyn- legustu næringarefni geta orðið meinleg og lífshættuleg sé um ofnotkun þeirra að ræða. Þar um rœður þá hóf og óhóf. Svo sem vitað er, er vínandi nauðsynlegur liður í blöndun ýmissa lyfja, sem notuð eru til lœkninga. Ofnotkun hans þekkja hinsvegar allir og mein sem ofnotkunin veldur. í hraðstreymi framfaranna svonefndu er margt unnið, sem til gagns skal vera og verða í tilverunni, en fram- leiðslu sumra þeirra efna fylgir hætta á eitrunum, sem meinlegar eru ýmsu lífi. Efnasmiðjurnar senda eitur- blöndur í fallvötn, þær blöndur eyða lífverum vatnanna, jafnvel særinn — hið víða haf — getur mengast á ná- lægum svæðum þar sem slík vötn falla til hafs, einkum í þröngum fjörðum. Loftkennd efni frá efnasmiðjum geta mengað nágrenn- ið og gera það, og hóta spjöllum eða eyðingu lífvera. Loft og vatn getur þannig gert jarðveg eitraðan og loks óhæfan til þess að fóstra lífverur — svo sem jurtir — er veita œðri verum nœringu. Slíkt er að henda á okkar landi, þó aðeins á byrjunarstigi, enda er efna- vinnslumenning nútimans aðeins á upphafsstigi hér. Það hlýtur því að vekja undrun almennings, þegar vís- indamaður í fullri alvöru, og á grundvölluðum fundnum forsendum, gerir almenningi grein fyrir hvar hœttan bíður við dyrnar, já er þegar komin á vit tilverunnar og afdrif auðsæ, þá skuli forráðamenn almennra stjórn- FREYR BÚNAÐARBLAÐ Nr. 2. — Janúar 1971. 67. árgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAM BAN D BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GÍSLI KRISTJÁNSSON (ábyrgðarmaður) ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK Askriftarverð kr. 300 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200 Prentsmiðja Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 E FN I : Mengun Mökkur frá Heklu Herferð gegn hitaeiningum Kvillar í nautpeningi Kýr í vögnum Ull og gœrur Séð og heyrt í Noregsför Blýeitranir í börnum Tóbakið Molar F R E Y R 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.