Freyr - 15.10.1974, Blaðsíða 5
FREYR
BÚNAÐARBLAÐ
70 árgangur
Nr. 19—20, október 1974
Útgáfustiórn:
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
Ritstjórn:
GÍSLI K R I STJÁNSSO N
(ábyrgðarmaðurj
ÓLI VALUR HANSSON
Heimiiisfang:
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
ÁskrittarverS kr. 500 árgangurinn
Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og
auglýsingar:
Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg
Reykjavík — Sími 38740
E F N I :
Hóp-slysatryggingar
Mjaltaeiginleikar
Spenastig — spenaskemmdir
Búfé og fóður
Frá mínum sjónarhóli skoðað
Misþyrming dýra
Fréttir
Útlönd
Jógúrt
Molar
HÓP- SLYSATRYGGING
Við skulum ætla, að allir lesendur Freys hafi veitt því
eftirtekt, að á síðastliðnu vori birtust auglýsingar í blað-
inu frá Samvinnutryggingum og Sjóvátryggingafélagi
íslands, þar sem boðað var til trygginga gegn slysum
við landbúnað.
Það mun hafa verið á aðalfundi Stéttarsambands
bænda 1970 að fyrstu samþykktir voru gerðar um það
efni hve bændum væri nauðsynlegt að tryggja sig gegn
áföllum, sem einatt henda við bústörf, — slysum, sem á
öld vélvœðingarinnar eru fleiri og stórfelldari en áður
gerðist.
Auðvitað komu fyrir slys af ýmsu tagi við sveitastörfin
fyrr, en þótt maður skæri sig á Ijá eða álíka fyrirbæri
af einhverju tagi kæmu fyrir voru það einatt lítilrœði
samanborið við stórslys á dráttarvélum og öðrum vélum,
sem of oft hafa dauðann í kjölfari.
Um þriggja ára skeið var málið til meðferðar hjá
Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi íslands, og á
Búnaðarþingi voru ályktanir einnig gerðar, og úti um
sveitir landsins voru ýmsir bændur því fylgjandi og
nokkrir akveðnir formælendur þess máls, að sjálfsagt
væri að bændur tryggðu sig gegn þeirri vá, er að getur
steðjað er veruleg eða stór slys ber að höndum.
í kring um síðustu áramót var málið komið á þann
rekspöl, að félagsstofnanir bændanna höfðu kannað for-
sendur rækilega og hlutuðust þá til um að trygginga-
félög gerðu tilboð um hóptryggingar, sem miðaðar
skyldu við bætur þegar slys bera að höndum á vettvangi
bústarfa. Var þá gert ráð fyrir að hver hreppur yrði
sérstakt tryggingasvœði. Að sjálfsögðu er það á valdi
bænda á hverju svæði hvort þeir sameinast um hóp-
slysatryggingar, en svo sem gerist á flestum sviðum eru
iðgjöld allmiklu lægri en annars þegar um ræðir trygg-
ingar fjöldans. Þegar þetta er ritað er ekki með vissu
vitað hve margir hreppar hafa hlutast til um tryggingar
af þessu tagi en hinsvegar munu mörg hreppsfélög
standa í samningum við tryggingafélögin. Ef einhverjir
eru enn í vafa um réttmæti þess að efna til hóp-slysa-
trygginga fyrir bœndur sveitarfélagsins, er eðlilegt og
sjálfsagt að þeir skoði hug sinn og taki síðan ákvarðanir,
minnugir þess, að kröfur um skaðabótaskyldu, er getur
numið milljónum króna hjá einstaklingi, ef ólánið er
með, er efnahagslegt hrun hvers bónda, en árlegt trygg-
ingagjald lítil fjárhœð. G.
F R E Y R
335