Freyr

Årgang

Freyr - 15.10.1974, Side 7

Freyr - 15.10.1974, Side 7
Allt í röð og reglu í mjólkurhúsi. VEIGAMESTU M J ALTAEIGINLEIK ARNIR A. Júgur og spenar: 1. Júgur: Ljóst er að júgrið þarf að vera vel borið, því að mjög reynir á bandvefssinar júgurs- ins, þegar kýr er í 20—30 kg dagsnyt. í grófum dráttum má flokka júgrin í þrennt eftir því hvernig þau eru borin þ. e.: a. veluppborið júgur, sem nær langt fram og upp að aftan; b. hnattlaga júgur, sem er styttra og síð- ara; c. og pokajúgur eða sekklaga júgur, sem er illa uppborið, með veikar bandvefs- sinar Millistig milli þessara þriggja flokka eru að sjálfsögðu til. Gerð júgurs hefur greinilegt arfgengi. Með aldrinum breytist gerð og lögun júg- urs mismikið og ráða því bæði erfðir og meðferð. Júgur fær oftast ekki sekklögun fyrr en á 3.—4. mjaltaskeiði og er því ekki oft gerlegt að gera sér fulla grein fyrir júgurgerðinni fyrr en eftir nokkur mjalta- skeið. Líta ber á sekkjúgur, sem alvarlegan galla, því slíkt júgur er erfitt að mjólka vegna síddar og auk þess verður ójöfn tæming við mjaltir á júgurkirtlunum og meiri hætta á spenastigi, Klofin júgur og mjólkurpokar eru einnig alvarlegir gallar í júgurgerð, sem ber að forðast í ræktun- inni. 2. Júgurlag: Æskilegast er að mjólkurmagnið skiptist þannig milli mjólkurkirtlanna, að þeir tæmist sem jafnast við mjöltun. Þar með er ekki sagt að mjólkurmagnið verði að skiptast jafnt á alla 4 kirtlana, því það vegur upp á móti, að mjólk tæmist við mjöltun eilítið örar úr aftur- en framkirtl- um, en mismunurinn á mjólkurmagni má þó ekki verða of mikill, annars er hætta á tómmjöltun á framjúgri. Rannsóknir sýna, að 40—45% af málnytinni kemur úr fram- kirtlum júgursins, en aftur á móti benda engar rannsóknir til þess að skipting sé á mjólkurmagni milli hægri og vinstri kirtl- anna. Niðurstöður rannsókna á arfgengi fyrir skiptingu mjólkur, milli fram- og aft- urkirtla júgurs, eru mjög misjafnar en að meðaltali er það 0,26. 3. Spenarnir: Lengd, þvermál og setning spenanna hefur mikil áhrif á mjaltagæði kýrinnar. Á flest- um gerðum mjaltavéla er lengd spena- úylkja miðuð við 7 cm langa spena með 2—3 cm þvermál. Ef spenar eru 2/3 styttri F R E Y R 337

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.