Freyr - 15.10.1974, Page 8
Iengd spenahylkisins. b) og ekki styttri en 'A, ef
vélarnar eiga að mjólka vel.
eða 1/4 lengri en spenahylkið, þá verða
mjaltir ekki góðar. Með kynbótum á að
stefna að réttri spenalengd og spenaþver-
máli, jafnframt lögun og gerð þeirra, svo
mjaltir og júgurheilbrigði verði betra. Að
þessu þarf að vinna með því að taka upp
mælingar á spenum og spenasetningu og
hæð júgurs frá básgólfi á kvígum í af-
kvæmarannsókn.
B. Mjöltunin:
Ólíkar aðferðir eru notaðar til að ákveða
mjöltun kýrinnar. Meðalmjólkurstreymi á
mínútu, mest mínútumjólk, hlutfallstala
málnytar á 2. eða 3. mínútu, er að jafnaði
lagt til grundvallar mati á þessum eigin-
leika. Við framkvæmd mælinganna á af-
kvæmarannsóknarstöðvunum hér, er notuð
vog eða milko-scope og skeiðklukka.
Mjaltatíminn er mældur frá því spenahylk-
in hafa verið sett á júgrið og uns þau hafa
verið tekin af og mjaltatíminn mældur í
mínútum og tíundahlutum úr mínútu.
Mjólkurmagnið er lesið af mælitækinu á 2.
mínútu frá byrjun mjöltunnar og í lok
mjaltatímans. Þessi aðferð er sú sama og
notuð er á Norðurlöndum, en ástæðan fyrir
því, að hlutfallstala málnytar er valin til
að meta mjaltaeiginleikan er sú, að á fyrstu
2 mínútum mjöltunar verður kýrin fyrir
minnstum truflunum vegna ytri aðstæðna
eins og t. d. verkkunnáttu mjaltarans. Mæl-
ingarnar eru að jafnaði gerðar 30—100
dögum eftir burð.
a. Ýms atriði er haja áhrif á mjöltun
kýrinnar.
Þrýstingur innra í júgri og vídd spenaops
hafa fyrst og fremst áhrif á mjólkurstreymi
við mjöltun. Auk þess ráða aðrir eiginleik-
ar, svo sem oxytocin-myndun í heiladingli
og ýmiss ólík ytri áhrif. Hér á eftir verða
talin nokkur atriði, sem geta ráðið miklu
við mælingu í mjaltaeiginleik kýr og ber
að hafa í huga, þegar reiknað er út arfgengi
mjöltunar.
1. Aldur:
Mjöltun batnar með aldri en það vegur
þó ekki að fullu upp á móti aukinni nyt.
2. Nythæð:
Nythæð hefur áhrif á mjólkurstreymi og
því meira sem mjólkurmagn eykur á
Spenahylkin eru sett á spenana og vélin er látin
mjólka í um 2 mínútur.
338
F R E Y R