Freyr - 15.10.1974, Side 11
Spenastig - Spenaskemmdir
Hversvegna stíga kýrnar á spenana?
Spurningin sýnist ef til vill einföld ng
barnaleg, en af því að fyrirbærið er svo
algengt hlýtur að vera ein eða fleiri ástæð-
ur til þessa, og úr því að spenastig er til
óþurftar einnar og til miska fyrir skepn-
urnar og eigendur þeirra, er alveg eðlilegt
að um þetta sé spurt og þar næst leitað
ráða til þess að fyrirbyggja þennan van-
kant, ef verða mætti.
Fyrirbærið er svo sem ekkert sérstætt
hér á landi, það á sér hliðstæðu líklega um
öll lönd, þar sem kýr eru hýstar, en lang-
oftast verða spenastig innan húss. Þetta
verður að teljast til óhappa, en í kjölfar
stigsins koma spenasár og í þau kemur
stundum ígerð og ekki mun óvenjulegt, að
júgurbólga fylgi með á næsta stigi.
Ýmissa ráða hefur verið leitað til þess
að takmarka eða helst að fyrirbyggja
spenastig, en eins og oftar er eðlilegt að
kanna forsendurnar. Það hefur raunar ver-
ið gert oft og mörgum sinnum í ýmsum
löndum og hvað eftir annað, og vissar for-
sendur hafa menn fundið í þeirri leit. Öll-
um ber saman um, að mjóir básar og of
stuttir básar eigi mikilvægan þátt í spena-
stigi, en margt fleira kemur til, þótt þessi
atriði séu ef til vill hin mikilvægustu, eink-
um í þeim tilvikum er kýrin treður á spena
eigin júgurs. í hjarðfjósum mun hitt al-
gengara, að ein kýr troði á annarrar júgur
eða spena, sem ekki er óeðlilegt, því að svo
þröngt getur verið á þingi, að ráfandi
skepna verði of nærgöngul í þeim skiln-
ingi, er hér varðar.
Um undanfarin ár hafa Svíar staðið að
athöfnum til þess að kanna ástæðurnar
fyrir spenastigi og komist að vissum nið-
urstöðum, en umfangsmestar munu þær
kannanir, sem Hollendingar hafa gert á
breiðum vettvangi um undanfarin ár. Skal
því greint frá, í stuttu máli, hvers þeir
hafa orðið vísari í þeim rannsóknum.
Byggingar.
Fyrst lá fyrir að kanna ýmiskonar atriði
í byggingamálum. Á 181 bændabýli voru
gerðar athuganir á 471 kú, sem hlotið hafði
spenastig á tveim innistöðuskeiðum. Á
hverri kú fór fram athugun fyrstu fjóra
dagana eftir spenastig. Allar þessar kýr
stóðu bundnar á básum — stuttbásum. í
fjósunum voru ýmiskonar kýrbönd, mis-
langir og misbreiðir básar og misjafnt fyr-
irkomulag um brottflutning mykjunnar úr
flórunum. í sumum básunum voru gúm-
mottur, í öðrum stóðu gripirnir á steini,
og magn undirburðar var breytilegt. Allar
voru kýrnar af stofnum fríslenskra svart-
skjöldóttra.
Spenastaða.
Meðal annars var mæld fjarlægðin frá
spenum kúnna að gólfi. Viss hlutföll í lík-
amsbyggingu og júgurlögun, ásamt afstöðu
spenanna, virtist hafa sitt að segja. Þegar
fjarlægð frá spenabroddum að gólfi var
meiri en 40 sm, þegar lengd spenanna var
minni en 6,5 sm og þegar kýrin var meira
en 134 sm há á lend, var stighættan minni
en annars. Fjarlægðin milli spenanna var
líka mæld og virtist hafa sitt að segja hvort
langt eða stutt var í milli júgurhlutanna og
stighætta virtist minni þegar spenarnir
voru þéttstæðir.
Umhverfið.
Hreyfingarskilyrði skepnunnar virtust
hafa meira að segja í þessu sambandi en
önnur atriði.
Hæð brúnar milli báss og jötu virtist
341
F R E Y R