Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.10.1974, Qupperneq 20

Freyr - 15.10.1974, Qupperneq 20
enda hef ég skilið hlutverk þeirra svo, að lærdómur þeirra, er þaðan koma, sé fyrst og fremst miðaður við fyllra nám í fræðum þeirra: kennslu og viðskiptum. Haustið 1964 voru hinir almennu menntaskólar þrír. Nú eru þeir 6. Auk þeirra eru nokkrir í uppsiglingu, trúlega ekki færri en 6. Þar horfir því vel um fjölgun. En þeir vaxa þó enn meir á annan hátt. Samkvæmt áður- sögðu hefur fjölgað í þeim um 1875 nem- endur, og er þeirra skóla þó að engu getið sem eru í smíðum. Það sem við blasir, er hinn furðulegi vöxtur þessa kerfis. Talsmenn þess hafa reynst býsna hugkvæmir um „opnun nýrra námsleiða til háskólaprófs“, eins og þessi viðleitni er nefnd á þeirra máli. Ekki veit ég, hvort Alþingi hefur sætst á allt, sem fram hefur komið af tillögum um þessi mál. En sú staðreynd blasir við, að samkvæmt gildandi fjárlögum kostar Háskólinn 384,4 miljónir króna, enda er hann orðinn fyrir- ferðarmikill. Þar starfa nú 64 prófessorar. Hversu margt er þar af dósentum, lektor- um og stundakennurum, hefi ég ekki treyst mér til að rannsaka, svo öruggt sé. Þó hygg ég óhætt að fullyrða, að kennaratalan hafi í haust farið eitthvað yfir tvö hundruð. S. 1. haust munu 2359 stúdentar hafa inn- ritast við Háskólann hér. En þar með er þessi saga ekki fullsögð. Háskólaárið 1972 —73 stunduðu 865 íslendingar nám við er- lenda Háskóla. Þetta virðist hafa lagast til muna í haust, því nú munu þeir vera um 1200. Nokkrir útlendingar munu vera með- al þeirra er hér sitja. Ekki veit ég hversu margir þeir eru. Ég veit ekki hvernig þeir skiptast í lærdómsdeildir. En við eigum nálægt 3560 ungmenni á þessum bekkjum í vetur, sem gefur vonir um allt að 700 manns á ári næstu misseri, sem hampað geta fullgildum vottorðum um háskólapróf frammi fyrir veitingavaldinu með hávær- um kröfum um lífstíðaratvinnu við hæfi þess lærdóms, sem vottorðið bendir til, að þeir hafi náð. Höfum við atvinnu handa þeim öllum? Þolir verðmætasköpun þjóðarinnar, að slíkum pinklum og stærri sé á hana bætt árlega? Við skulum horfast í augu við þá ísköldu staðreynd, að til hennar verður að sækja matinn og málann handa þeim, sem háskólanámi hafa lokið, eins og öðrum þjóðfélagsborgurum. Fram hjá þeim er engum slíkum fært og verður aldrei. Eitt hið sígildasta viðfangsefni vorra tíma er skipting þjóðarinnar í stéttir og skipting þjóðarteknanna milli stéttanna. Vér höfum á síðustu áratugum eignast all- fjölmenna stétt, sem kennir sig við Há- skólann og vissulega með réttu. Á síðari árum hefur það mjög færst í vöxt að þeir líti á sig og sína stétt, sem réttborna til mjög mikið hærri launa, en hinn almenni borgari á kost á. Ég játa að sanngirni mælir með nokkrum mismun í launastiga, en þó því aðeins að þeir, sem þar er um vélt, reynist sæmilega starfhæfir. En háskóla- próf eitt sannar það ekki og hefur aldrei sannað. * ❖ * í grein eftir háskólakennara, sem ég hljóp yfir fyrir skömmu, bar höfundurinn saman tvo drengi og jafnaldra. Báðir luku skyldu- námi 15 ára. Annar settist í menntaskóla og hélt svo áfram háskólanámi til 27 ára. Hann tók sitt fyrsta kaup 28 ára. Hinn réðist að höfninni í Reykjavík og vann þar öll árin, sem háskólaborgarinn stundaði nám sitt, og var því orðinn vel stæður borgari að þessu skeiði fullrunnu, að því þó tilskildu að hann hefði gætt af fullri kostgæfni þeirra aura, sem hann aflaði. „Jafnan er hálfsögð sagan ef einn segir.“ Háskólaborgarinn sagði þessa sögu einn. Hún yrði með öðrum blæ ef sá, er hafnaði við höfnina, segði sína sögu. Háskólaborg- arinn lét ógetið þeirrar fyrirgreiðslu þjóð- félagsins honum til handa, sem honum var látin í té, meðan hann stundaði námið. í núgildandi fjárlögum er áætlað að rekstur menntaskólanna 6, kosti um 104 þús á hvern nemanda. Sé miðað við fjögurra 350 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.