Freyr - 15.10.1974, Síða 27
Dvergkálfur
ÞaS telst naumast til tísinda þótt kýr eignist tvo
kálfa í senn, en þríkelfingar eru svo sjaldgæfir, að
til tíðinda er talið. Hitt þykja líka t’ðindi er dverg-
kálfar fæðast, en þetta kemur fyrir stöku sinnum
og meðal annars á Búðarhóli í Austur-Landeyjum
fyrir skömmu. Móðirin var kýr að þriðja kálfi og
afkvæmi hennar að þessu sinni vóg aðeins 8 kg, en
virtist að öllu leyti eðlilegt annars.
Lambakjöt
Lambakjöt hefur að undanförnu verið flutt til
Noregs fyrst og fremst eða 1500—1600 tonn árlega
og útlit er fyrir áframhaldandi markað þar. Hitt er
þó Iakara í því sambandi að horfur um verðlag
breytist mjög, því að nú er ákvörðuð niðurgreiðsla
á lambakjöti þar í landi til neytenda sem nemur
5,85 norskum krónum á kg, en það þýðir fyrir okk-
ir verðrýrnun, sem nemur rúmlega 120 íslenskum
krónum á kg, því að ólíklegt er að meira verði
greitt í heildsölu fyrir okkar kjöt en hið norska.
Samkvæmt EFTA-ákvörðunum er visst magn
tollfrjálst, en þó ekki nema nokkur hluti þess, sem
þangað fer.
Melskurður
Melskurður hefur verði stundaður af kappi á Iiðnu
sumri á vegum Landgræðslu fslands, en svo sem
kunnugt er er melkornið (tininn) sérlega vel til
þess kjörið að spíra og vaxa í sandjörð og hefur
löngum verið notað sem fyrsti áfangi í Iandgræðslu
og sandgræðslu hérlendis og erlendis. Verulegur
hluti starfsins á þessu sviði hefur verið unninn í
sjálfboðavinnu.
Náttúruverndarsamtök Austurlands
Náttúruverndarsamtök Austurlands hafa gert sam-
þykkt um að köfnunarefnisáburði skuli ekki dreift
á úthaga nema með undangegngu mati. Hvernig
mat það skuli framkvæmt hefur ekki fréttst, enda
er vafasamt, að ákvarðanir um það verði gerðar
nema með jarðvegsrannsóknum, er leiðbeini um
eiginlega áburðarþörf, ekki aðeins köfnunarefnis
heldur og annarra áburðartegunda til þess að vænta
megi aukinnar eftirtekju í hlutfalli við kostnað.
Eftir gróðurfari hlýtur að gilda svipað lögmál um
áburðarþörf haglendis og gerist á ræktuðu landi,
en áburðardreifing hlýtur að miða að aukinni
græðslu og vaxandi eftirtekju til nýtingar. Það er
óhugsandi að nokkur dreifi áburði til þess eins að
losna við hann engum til gagns.
Garðræktarfélag Reykhverfinga
Garðræktarfélag Reykhverfinga var stofnað árið
1904 og er því sjötugt á þessu ár. Frey er ekki kunn-
ugt um annað félag af líku tagi, nema Garðyrkjufé-
lag Islands, sem vinnur að hliðstæðum verkefnum
og er svo gamalt. Hlutverk þess er nýting jarðhitans
á Hveravöllum til ræktunar garðávaxta, fyrst og
fremst undir gleri. Stofnendur félagsins voru nær
allir úr Reykjahverfi, en nú á Kaupíélag Eyfirð-
inga fullan helming hlutafjirins.
Forstöðumenn hafa aðeins verið tveir á starfs-
ferli þess, fyrst Baldvin Friðlaugsson og svo Atli
Baldvinsson, sem enn gegnir því hlutverki.
f Kollafirði
í Kollafirði hafa heimtur laxins af hans afrétti
verið sérlega góðar að þessu sinni og miklu betri en
nokkru sinni áður, eða allt að því eins og best
þekkist.
Af seiðum, sem ársgömul gengu í sjó, fengust
endurheimt nú um 10%, en venjulega svo sem 3%
áður, og vöxtur þeirra er hundraðfaldur, því að
þau seiði, sem fara í sjó 30—10 g, skila sér aftur
sem laxar 2—3 kg að þyngd, eftir ársdvöl í sjó.
Góður og gagnlegur afréttur það og Iofar veglegri
framtíð.
Náttfari
Náttfari hét þræll sá, er hljóp frá Garðari Svav-
arssyni og byggði í Náttfaravíkum, segir sagan, og
Náttfari heitir hestur sá ,sem sagður er hafa verið
seldur hæsta verði allra hesta á íslandi, og töldu
blaðafregnir verð hans hafa verið 1,2 milljónir kr.,
en aðrar — og líklega ábyggilegri — heimildir
sögðu söluverð hans 400 þúsund krónur og þrjú
hross til viðbótar, en þá er það auðvitað matsatriði
hve mikils virði þeir eru. Jakobína Sigurvinsdóttir
á Akureyri átti hestinn, en Sigurbjörn Eiríksson,
veitingamaður í Reykjavík, keypti hann. Þetta er
fjögurra vetra stóðhestur.
Hreindýrum
á íslandi hefur fjölgað talsvert árlega um undan-
farin ár, enda jafnan ekki tekist að veiða þann
fjölda, sem leyft hefur verið árlega síðustu árin.
Hvað tekst í þetta sinn er ekki vitað þegar þetta
er skráð. Hinsvegar er vitað, að hreindýrin ganga
nú um víð svæði utan öræfanna og víða í sumar-
högum bænda um gjörvallt Austurland og spilla
sumstaðar haglendi búfjár. Sveitarfélögum eru
veitt leyfi til þess að fella tiltekinn fjölda hverju,
um Austurland.
F R E Y R
357