Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1974, Síða 28

Freyr - 15.10.1974, Síða 28
FINNSKA BÚNAÐARBLAÐIÐ LANDSBYGDENS FOLK hafði stóra mynd á for- síðu 2. ágúst s. 1. og grein um ástæðurnar í fóður- öflun Finnlands. Þar segir: „Eftirtekja heyskapar er að þessu sinni eyðilögð. Það skiptir ekki máli hvort Iitið er á óslegin iönd eða laust hey, allt er eyðileggingu undirorpið, allt er rotnandi og fúlnandi, segir Gunnar Fants í Pet- samo, og þetta er hrein skelfing.“ í framhaldi af þessu er svo rætt um ástæðurnar í fóðuröflunarmálum þar í landi. Framan af sumri var allt skrælnandi vegna ofþurrka, en svo fór að rigna í júlí — ekki bara í Finnlandi, heldur um meginhluta Skandinavíu. — en frásögn í nefndu blaði getur þess, að alltaf hafi rignt og rignt og að það gras, sem búið sé að losa ,sé orðið að svartri drullu og það, sem enn stóð óslegið, sé lagst og fúlni og úldni um lönd og lendur. Aðeins það, sem losað var fyrstu dagana í júlí, hafi tekist að þurrka og koma í hlöður milli regnskúra. Útlitið með kornuppskeruna er heldur ekki gott, segir blaðið, því að hálmur er lítill, þurrkarnir í vor ollu því, og óséð var um þetta leyti hvernig kjarninn yrði. Um norðanvert landið og í Austur- botnum hafa margir við orð að plægja niður það gras, sem enn er óslegið, segir blaðið, og um mik- inn hluta landsins er álíka sögu að segja. Blaðið spurði magister TALEVITIE í Ylistaro, sem er tilraunastjóri þar, hvað honum sýndist um eftirtekju bænda í sumar. Hann tjáði horfurnar ömurlegar með allt gras og hey, á ýmsum stöðum taldi hann kornuppskeru vafasama vegna legu kornstanganna og það væri að mygla og fúna á ökrunum, og um kartöflurnar væri að segja, að mygla og aðrir kvillar herjuðu á ökrunum ,svo að þar væri eins ömurlegt um uppskeruhorfur. Rign- ing og aftur rigning I júlí með aðeins nokkurra stunda upprofi stöku dag, það er saga júlímánað- ar, sagði hann, með 107 mm úrkomu, sem raunar hefur drekkt allri uppskeru. Svona er sú saga. Þarna er yfirleitt meginlands-veðurfar venjulega og uppskera um undanfarin ár hefur verið með ágætum, svo að t. d. s. 1. ár seldu Finnar korn til útlanda. í ágústlok segir umrætt blað, að ekkert hey sé nothæft nema votheyið. KORNVÖRUSKORTUR CERES heitir tímarit nokkurt, gefið út á vegum FAO í USA. f vor var frá því sagt í þessu tímariti, að horfurnar í þeim efnum, sem varða kornbirgðir í heiminum væru slíkar, að almennt yrði að tjá að slíka vöru vantaði, og raunar ætti að segja að skortur væri ríkjandi. Kornvörur eru framleiddar í stórum stíl á vissum landssvæðum heimsins, má þar til nefna Bandaríki Ameríku, Argentínu og Ástralíu og svo hrísgrjóna-framleiðslulöndin í Austurálfu. Stórþjóðir eins og Rússar og Indverjar hafa um undanfarin ár hvergi nærri fengið næga eftirtekju kornvöru til þess að fullnægja þörfum þjóðanna. Minnast víst flestir, sem fylgst hafa með á þessum sviðum, að stórkostlegur uppskerubrestur varð í Rússlandi árið 1972, svo að Rússar keyptu milljónir tonna af kornvöru vestanhafs, þá þrutu birgðir þær vestra, sem safnast höfðu í kornhlöður og um ára- raðir verið allþungar byrðar á ríkinu, enda var ár frá ári dregið úr kornæktun þar og bændum greidd þóknun fyrir að minnka sáðlöndin. í öðrum árum hafa vatnsflóð hulið kornakra og eyðilagt alla uppskeru hér og þar um heiminn. Oftast hefur þetta skeð í Indlandi og þar um slóðir, þar sem stjórfljótin hafa farið langt út fyrir far- vegu sína. Fyrirbæri af þessu tagi hafa menn lesið um í blöðunum sem váveiflega atburði í Bangla- Desh og Indlandi og á vissum landsvæðum í USA. Um rýrnun birgðanna segir fyrrgreint tímarit og sýnir í súluriti, að laust eftir 1960 hafi magn birgða af korni jafnan verið 24—26% af ársneyslunni, en í fyrra og á þessu ári aðeins 8—10%. I þessu sambandi er rætt um horfurnar á nær- ingu fólks um komandi ár. Þess er getið, að meðal margra þróunarþjóða sé ársneysla korns til mann- eldis í kring um 200 kg á mann, en meðal okkar á Norðurlöndum um 70—80 kg, sem mjöl í brauð og súpur (grauta). Hins vegar ber að geta þess, að kornmagn, sem notað er til framleiðslu búfjárafurða, er meðal margra þjóða um 1000 kg árlega á mann. Þess vegna hefur verið um það rætt, að draga úr framleiðslu búfjárafurða til þess að fá komið beiní yfir í mannlega næringu í vaxandi mæli. A þann hátt væri hægt að bægja hungurdauða frá húsi ýmissa í mörgum Iöndum. Og hvað sem þessu líð- ur, þá er alveg víst, að meðan ríkjandi viðhorf verður áfram óbreytt er alveg víst, að kornvara Iækkar ekki í verði og enda óvíst, að t. d. í USA verði aftur farið inn á þær brautir, að opinberir aðiljar taka á sig þá ábyrgð að kosta birgðamagn til hugsanlegra nota einhversstaðar í heiminum. Þó er það svo nú, að víkkun akurlenda til kornyrkju er staðreynd, bæði þar og víðar. 358 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.