Freyr

Árgangur

Freyr - 15.10.1974, Síða 30

Freyr - 15.10.1974, Síða 30
M°L AR Gróðurverndarnefnd Samkvæmt ályktun Alþingis, er samþykkt var á þjóðhátíðarfundi þess á Þingvöllum 28. júlí sl., um landgræðslu og gróðurvernd til minningar um 1100 ára búsetu þjóðarinnar í landinu, var landbúnað- arráðherra fabð að setja á fót samstarfsnefnd til að efla samvinnu þeirra stofnana, sem hafa með höndum framkvæmd áætlunarinnar. í samræmi við þingsályktunina hefur landbún- aðarráðherra skipað eftirtalda menn í nefnd þessa: Frá Landgræðslu ríkisins Svein Runólfsson land- græðslustjóra, frá Skógrækt ríkisins Hákon Bjarna- son skógræktarstjóra, frá Rannsóknastofnun land- búnaðarins dr. Björn Sigurbjörnsson forstjóra, og frá Búnaðarfélagi íslands dr. Halldór Pálsson bún- aðarmálastjóra. Formaður nefndarinnar var skip- aður Jónas Jónsson. Áburði og fræi dreift úr vélum Flugfélag íslands gaf landgræðsluflugvélina Pál Sveinsson og hafa starfsmenn F. í. síðan flogið henni í sjálfboðavinnu með fræ og áburð. í sumar hefur flugvél þessi farið 400 ferðir með fræ og áburð og dreift þessu úr lofti yfir gróður- laus lönd til landgræðslu. Sáð var í 4000 hektara lands í þessum ferðum og 1600 tonnum fræs og áburðar dreift. Auk þess dreifði einhreyfilsflugvél Landgræðslunnar 800 tonnum fræs og áburðar. Landgræðsluflugvélln Páll Sveinsson hefur nú lokið störfum í sumar. Suðvesturlandið hefur notið hennar að meirihluta í sumar, en einnig Þingeyj- arsýslur. Blóðkreppusótt hefur herjað í kúastofninum við Eyjafjörð og valdið bændum miklum búsifjum. Kvilli þessi er mjög smitandi, en hvar er uppruni hans er ekki létt að vita. Hinsvegar er það talið erlendis, að kvilli þessi berist milli búa með fóðri og einkum með um- búðum. Skitupest veldur tilfinnanlegu afurðatjóni og svo illvíg hefur hún verið við Eyjafjörð að þessu sinni, að allmargar kýr hafa drepist af hennar völdum. Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1975 skulu hafa borist bankanum fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsins á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er til- greind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. september næst- komandi, hafi Stofnlándadeildinni eigi borist skrif- leg beiðni um endurnýjun. Reykjavík, 20. ágúst 1974 BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Stofnlánadeild landbúnaðarins Leiðrétting Myndir þær, sem birtust með grein Árna Jóns- sonar, landnámsstjóra í síðasta hefti Freys og léðar voru frá Byggingastofnun landbúnaðarins, voru því miður ekki allar rétt staðfærðar. Sú sem var stað- færð sem Hamar í Nauteyrarhreppi er af Skálavík í Reykjafjarðarhreppi og myndin, talin af Lauga- landi, er frá Laugarási í Nauteyrarhreppi. Vér biðjumst velvirðingar á mistökunum og óskum þess, að menn leiðrétti þetta hver í sínu blaði. Forsíðumynd þessa heftir FREYs sýnir mikinn gæðing sem Eitill heitir, en eigandi hans er Bjarni E. Sigurðsson kennari í Hveragerði, sem einnig er knapi á mynd- inni. Eitill er frá Mýrum í Hornafirði, móðir hans, S'jöfn var Nökkvadóttir frá Hólmi. Verður því varla sagt að Eitli sé í ætt skotið. Myndin er fengin frá eiganda gripsins til birtingar hér. Um hestamennsku og hestamót á liðnu sumri er annars sitt af hverju að frétta, en þar sem tímaritið Hesturinn okkar hefur hestamennsku almennt að verkefni, hefur Freyr í litlum mæli aðeins fjallað um þau efni er varða hrossin okkar. Hitt er þá líka staðreynd, að hestamennskan öll miðast nú við sport fyrst og fremst og svo sölu til útlanda, en útflutningur er talsvert minni í ár en að undan- förnu, til þessa að minnsta kosti. Á Vindheimamelum í Skagafirði var hin stóra sýning og tilheyrandi hátíð hestamanna háð í sumar við mikinn orðstý. Markaður fyrir góða gripi var þar einnig, háar fjárhæðir boðnar og vaxandi kostir góðra gripa á almæli. Það er vel þegar allur árangur miðar fram á leið til gagns og vegsauka. 360 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.