Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1975, Qupperneq 9

Freyr - 01.01.1975, Qupperneq 9
FREYR BÚNAÐARBLAÐ 71. árgangur Nr. 1, janúar 1975. Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: EINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓLI VALUR HANSSON Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK Áskriftarverð kr. 700 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200 Ríkisprentsmiðjan Gutenberg Reykjavík — Sími 38740 E F N I : Ritstjóraskipti Opið bréf til lesenda Búnaðarblaðið Freyr Fóðrun og arðsemi Um vindhraða og veðurhœð Upphaf landbúnaðarrannsókna á Islandi Ekki er allt prótein jafn gilt Molar Ritstjóraskipti Gísli Kristjánsson lét af ritstjórn Freys í árslok 1974 eftir að hafa gegnt því starfi í 29 ár. Stjórn Búnaðarfélags íslands hefur ráðið Jónas Jónsson, búfrœðikandidat og fyrrverandi jarðrœktarráðunaut, sem ritstjóra Freys frá ársbyrjun 1975. Frá upphafi göngu sinnar 1904 hefur búnaðarblaðið Freyr verið vinsœlt, vel metið og mikilvœgt frœðslu- og leiðbein- ingarrit fyrir alla, sem landbúnað stunda hér á landi, en þó hefur gengi hans orðið mest undir ritstjórn Gísla Kristjáns- sonar. Búnaðarfélag íslands fœr aldrei fullþakkað það happ að fá Gísla Kristjánsson til að taka að sér ritstjórn Freys, er hann rúmlega fertugur kom heim frá Danmörku í lok síðari heimsstyrjaldarinnar eftir nœr tveggja áratuga dvöl þar í landi við nám og störf. Gísli var þá og er enn gceddur frá- bœru viljaþreki, óvenjulegri atorku og, starfsgleði og þrá til þess að verða öðrum að liði. Flann hefur óbilandi trú á því, að það starf, sem unnið er af góðum huga, komi að tilcetl- uðu gagni. Gísli bjó yfir hafsjó þekkingar á búnaðarmálum, er hann tók við ritstjórn Freys, og hefur sífellt haldið henni við og aukið hana. Hugsjón hans var að miðla öðrum af þekkingu sinni og annarra. Hann hóf því glaður starfið við Frey. Þar gafst tœkifœrið til að þjóna íslenskum bcendum og búaliði. Sá sem lengi ritstýrir blaði, mótar það að sjálfsögðu mjög að eigin geðþótta. Það hefur Gísli Kristjánsson gert við Frey. Blaðið hefur verið í yfirlœtislausum, en þó snotrum búningi, prentað á vandaðan pappír, vel skipulagt í uppsetningu, efni þess fjölbreytt og frceðandi og laust við ádeilur, prófarka- lestur góður og, allur frágangur ritstjóranna til sóma. Að sjálfsögðu hafa sumir þó haft ýmislegt út á Frey að setja undir ritstjórn Gísla Kristjánssonar. Hinir tilbreytinga- gjörnu hafa talið blaðið í of föstu sniði og þeir, sem ánœgju hafa af orðahnippingum og deilum, hafa talið blaðið forð- ast um of ritsmíðar, er deilum og skoðanaskiptum valda. Slíka gagnrýni hefur Gísli látið sem vind um eyru þjóta og haldið sínu striki. Fyrir hönd Búnaðarfélags íslands og allra lesenda Freys fœri ég Gísla Kristjánssyni alúðar þökk fyrir störf hans við Frey. Jafnframt býð ég hinn nýja ritstjóra Freys, Jónas Jóns- son, velkominn til starfa og óska þess, að störf hans við blaðið verði giftudrjúg íslenzkum landbúnaði og bcendum og búaliði til farsœldar og ánœgju. Ég árna öllum lesendum Freys árs og friðar á hinu nýbyrjaða ári. 1. janúar 1975. Halldór Pálsson. F R E Y R 1

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.