Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1975, Page 13

Freyr - 01.01.1975, Page 13
BÆNDUR OG AÐRIR ER VIÐ EÐA FYRIR LANDBÚNAÐINN STARFA HafiS samband vi8 FREY, sendið honum efni hvort sem eru greinar, fyrirspurnir, eSa athugasemdir um hvaðeina, sem snertir landbúnaðinn og sveitirnar. Umrœður um fagleg og fé- lagsleg mól bœnda og sveit- anna eru nauSsynlegar, þœr eiga heima í FREY. Freyr er ekki vísindarit um landbúnað, þann þótt annast einkum ritið „Landbúnaðarrannsóknir", sem gefið er út af Rannsóknastofnun landbúnaðarins, og órsritin, sem út koma. Freyr er ekki heldur baróttublað landbúnaðarins eða bœnda- stéttarinnar út ó við. Hann ó fyrst og fremst að vera frœð- andi rit innan bœndastéttarinnar, skapa umrœður ó milli þeirra, sem stunda landbúnað, þeirra, sem vinna fyrir hann ó einn eða annan hótt, og einnig þeirra fjölmörgu( sem eru vel- unnarar landbúnaðarins og lóta sig mólefni hann skipta. Eðlilegt er, að lögð sé sérstök óhersla ó að rœða hvers konar félagsmól bœnda og sveitanna svo og byggðamólin almennt. Ég hvet bœndur og sveitafólk allt til að senda Frey efni, hvort sem eru greinar, fyrirspurnir eða stuttar athuga- semdir um vandamól landbúnaðarins og sveitanna. Þeir, sem lifa og starfa við landbúnað og eru í sveitunum, finna best, 'hvar skórinn kreppir að. Ég heiti einnig ó alla aðra úr fyrr- nefndum hópum að leggja blaðinu lið. Það er mikið undir þeim komið, hvernig tekst með þessa miðlun, og hvort blað- inu tekst að örva umrœður ó öllum sviðum búnaðarmóla, jafnt um fagleg efni sem um verðlags- og kjaramól og félags- mál sveitanna. Ekki fer hjá því, að breytingar verða á blaðinu við rit- stjóraskipti, enginn fer beint í annars spor í slíku efni. Hlut- irnir þurfa líka sífellt að endurnýjast, og baráttuaðferðum getur stundum verið hyggilegt að breyta, þó að stefnt sé að sama marki. Hér er þó ekki verið að boða byltingu, enda er þróun byltingunni farsœlli, stefni hún í rétta átt. Nú, eins og reyndar oft áður, er mikið talað um breytta tíma, og að með auknum hraða á hlutunum þurfi að haga allri miðlun á þann veg, að efnið verði þeim sem aðgengi- legast og auðgripnast, sem hafa fáar stundir og stuttar til lestrar. Sjálfsagt er þetta rétt og fylgjast verður með tíman- um í þessu sem öðru. Ég óska lesendum blaðsins árs og friðar og vonast eftir góðri samvinnu. Jónas Jónsson. F R E Y R 5

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.