Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 15

Freyr - 01.01.1975, Blaðsíða 15
Gœta þarf þess að ekki dragi úr vexti ásetnings gimranna. Þœr þurfa því gott haglendi og síðan jafnt og gott fóður. á gróðurlítinn úthaga. Um haustið kom 1 ljós, að eldisærnar svöruðu engu fyrir vor- eldið heldur þvert á móti, en meiri frjó- semi var í þeim flokki fyrir fengieldi. Sam- anburðarærnar gáfu um haustið vænni dilka bæði einlembinga og tvílembinga og voru sjálfar í betri holdum. Þetta sýndi berlega, að svo snögg fóðurbreyting má ekki eiga sér stað. Hins vegar er ekki vitað, hverju eldisærnar hefðu skilað, ef haldið hefði verið út með fóðrun fram í nægan gróður. Slík mistök munu á ýmsum sviðum enn eiga sér stað. Fóðri er eytt á rangan hátt eða á röngu skeiði og ekki fylgt eftir til afurða. Útkoman verður sú, að ekki fæst fram það, sem leitað var eftir með bættri fóðrun, og fjármunum kastað á glæ vegna mistaka. Nútíma fjárbú krefst mestu mögulegra afurða eftir fóðraða kind. Þar má ekkert til spara til þess að því marki sé náð. Reyndir fjárbændur telja, að þar til komi: í fyrsta lagi gott uppeldi, í öðru lagi jöfn fóðrun árið um kring, og að sj álfsögðu góð fjárhús. Ásetningslömb mega aldrei tapa vaxtar- hraða að hausti og vetri. Því verður að taka þau strax í fyrstu leitum á gott haglendi og á hús, þegar krefur, án þess að vaxtar- hraða þeirra sé í nokkru hnekkt. Bólusetja skal snemma við pest og garnaveiki og miða að bráðum kynþroska, því sjálfsagt er að hafa lembda gemlinga. Trúlega er nauðsyn að gefa ásetningslömbum 30—40 g af fiskimjöli á dag og sjá um, að stein- efnaþörf sé fullnægt. Ærnar mega alls ekki léttast framan af vetri. Þær eiga að vera á jöfnu fóðri árið um kring. Þá fæst öruggust frjósemi, best ending og minnst fóðureyðsla. Þess vegna verður að taka þær til aðhlynningar snemma, gefa fiskimjöl með beit síðla hausts og framan af vetri, áður en á algjöra innistöðu kemur, svo ekki tapist hold af eggjahvítuskorti einum saman. Beitar- hnjask að vetri og vori fyrir burð er ekki nútíma búskaparlag. Að athuguðu máli virðist frjáls aðgangur að steinefnablöndu, matarsalti og fóður- kalki, t.d. muldri skel, vera til farsældar. Á- stæðulaust mun vera að riíja hér upp fóð- urþörf ánna, en í grófum dráttum þarf með- alær til viðhalds 1 kg af meðaltöðu á inni- stöðu á dag, tvöfalt meira síðustu 6 vikur meðgöngutímans og tvílemban 3-falt það eftir burð eða 3 kg af töðu, en það fóður- magn, 1,7 F.E., verður að jafnaði að gefa að einhverju leyti í kjarnfóðurblöndu. Reynsla hefur sýnt, þar sem breytt hefur 7 fbeyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.