Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1975, Side 17

Freyr - 01.01.1975, Side 17
upp að rifja. Þar segir m. a.: Vonandi hefur ykkur unnist tími til að undirbúa allt vel fyrir burðinn. Þrifið hús og umhverfi, fjar- lægt óþarfa hluti, mokað skít út úr húsum, þar sem hætt er við svaði, lagfært jötu- bönd, svo lömb og ær valsi ekki yfir hey í garða og hlöðu, komið upp haganlegum brynningartækjum og lambavari í stíum. Útbúið léttmeðfærileg milligerði og grind- ur fyrir burðarstíur og sambýli. Flutt heim kjarnfóður og lyf, sem á þarf að halda á sauðburði. Hólfað sundur tún og hagagirð- ingar, og komið upp aðstöðu til að gefa hey og fóðurbæti í kláfa og jötur úti og svo mætti lengi telja. En nauðsynlegt er að hafa undirbúið sem allra best alla aðstöðu,áður enburður hefst, svo hægt sé að sinna sauðburðarstörfum af alúð, án frátafa við trössuð verk. A sauð- burði þarf að vakta hjörðina allar stundir sólarhrings, jafnt á nóttu sem degi. Munið það, að lambær þurfa mikið að drekka fyrst eftir burð og að tvílemban þarf mikið fóður. Einn versti óvinur unglamba, auk hung- urs, er stækjuloft og raki í húsum og vað- andi svað í krónum. Því verður varla of vel brýnt að viðhafa fyllsta hreinlæti og heilsusamleg afskipti á sauðburði. Ef hús eru svo vonlaus, að ekki er hægt að um- gangast þau á mannsæmandi hátt um burð- inn, verður að flytja lambfénaðinn í útihólf strax og fært þykir. Þar verður að hugsa fyrir nægu vatni, handhægum jötum fyrir hey og kjarnfóður og umfram allt, skýli fyrir unglömb að kúra í. Slæm húsvist er unglömbum til mikils baga og í mörgum tilfellum stórhættuleg. Rakt stækjuloft hef- ur mjög slæm áhrif á slímhimnu öndunar- færanna og getur leitt til ýmissa sjúkdóma, ekki hvað síst hjá unglömbum, sem eru að jafnaði viðkvæmari fyrir slæmri aðbúð en eldri fénaður. Hlöðugólf ættu alltaf að vera hreinsópuð, svo fyrirbyggt sé, að taðmengað hey verði borið fram á jötu. Þó tekur út yfir allan þjófabálk að gefa lambfénaði undir sig í F R E Y R Fyrirhyggja fyrir sauðburðinn er mikilvœg — mikil umhyggja um sauðburðinn er nauðsynleg. króna. Mikill hluti heysins mengast við slíkt athæfi og treðst í svaðið. Drykkjarílát þarf að hreinsa vel daglega. Og fyrirbyggja þarf, að lambfénaður drekki úr drullupoll- um á húsahlaði eða í grennd fjárhúsa. Áreiðanlega má mjög draga úr ung- lambadauða og stórbæta þrif lambanna með auknu hreinlæti í fjárhúsum á sauð- burði. Það verður að halda lambastíum og króm hreinum og þurrum, svo unglömb sleiki ekki í sig slæðing og önnur óhrein- indi, sem gætu orsakað smitun og sýkingu. Hér gildir einu, hvort fénaður er á taði eða grindum. Á það má minna, að sýklar í ó- þrifum, sem unglömb sleikja í sig í húsum og á húsahlaði, geta valdið bráðadauða, meltingartruflunum, húsaskjögri og fleiri kvillum. Þar sem flosnýrnaveiki hefur orðið vart, sem mun vera víðar heldur en bændur al- mennt hafa gert sér grein fyrir, er til bóta að tvíbólusetja ær við lambablóðsótt, því bóluefnið inniheldur nú að jafnaði B-stofn við flosnýrnaveiki. Húsaskjögur eða selen- skortur hefur mjög færst í vöxt hin síðari ár í gemlingslömbum og tvævetlulömbum. Allir, er þekkja þann kvilla, ættu hið bráðasta að hafa samráð við sinn dýra- lækni. Komi upp lambadauði á sauðburði af þekktum eða óþekktum orsökum, er sjálfsagt að hafa samráð við sérfræðing tafarlaust. Ástæðulaust er, eins og nú hátt- ar, að missa lömb án þess að hefjast handa. Ég veit, að sumir una enn, af gömlum vana, lambadauða, sem væri ástæðulaus, ef 9

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.