Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1975, Qupperneq 19

Freyr - 01.01.1975, Qupperneq 19
MARKÚS Á. EINARSSON: Um vindhraða og veðurhæð Að beiðni Gísla Kristjánssonar ritstjóra mun ég hér á eftir gera nokkra grein fyrir mælingum og mati á vindhraða. Hér á landi eru um 15 veðurstöðvar, sem hafa vindhraðamæla. Þar er vindhraði mældur í því sem næst 10 m hæð frá yfir- borði, og í hæfilegri fjarlægð frá mann- virkjum og öðrum hindrunum, sem haft gætu áhrif á vindinn. Ákveðin regla um mælihæð er nauðsynleg, þar eð vindhraði vex verulega með vaxandi fjarlægð frá yfirborði, og á það einkum við næst jörðu. Flestum er væntanlega einnig ljós þörfin á að mæla á bersvæði, þar sem hvorki myndast óeðlilegt skjól af mannvirkjum, né heldur óeðlilegir vindstrengir. Vindurinn blæs aldrei með alveg jöfnum hraða, heldur flöktir hann kringum ákveð- ið meðalgildi. í flestum tilvikum skiptir meðalvindurinn einn máli, en ekki mis- vindið. í samræmi við það er sá vind- hraði, sem almennt er mældur ætíð með- alvindhraði í 10 mínútur. Sumir síritandi vindmælar sýna slíkt 10 mínútna meðaltal beint, en aðrir sírita augnabliksgildi vinds- ins og sýna því minnstu breytingar í vind- hraðanum. Koma þeir mælar sér vel á flugvöllum, þar sem máli skiptir að fylgj- ast með vindhviðum, og einnig eru þeir nú notaðir í vaxandi mæli til sérstakra mæl- inga á misvindi og mestu vindhviðum. Algengustu mælieiningar fyrir vind- hraða eru hnútar eða metrar/sekúndu, og gildir milli þeirra eftirfarandi samband: 1 hnútur = 0.515 m/sek. Á þeim veðurstöðvum, sem ekki hafa vindmæla er veðurhæð metin í vindstig- um, en það er sá mælikvarði, sem m. a. er notaður í almennum veðurfregnum frá Veðurstofunni. Vindstigin eru oft kennd við enska aðmírálinn Beaufort, sem upp- haflega kom þeim á, og miðaði einkum við áhrif vinds á segl skipa. Þau eru 12 að tölu, og fer það eftir þeim áhrifum, sem vindurinn hefur á landi eða á sjó, hvaða vindstig er valið hverju sinni. í töflu þeirri, sem fylgir greininni eru gefin upp íslenzk heiti vindstiganna, sá vindhraði, sem svar- ar til hvers vindstigs, svo og lýsingar á áhrifum vindsins á landi og sjó. Rétt er að geta þess, að lýsingarnar henta ekki í öllum atriðum vel við íslenzkar aðstæður. Jón heitinn Eyþórsson segir frá því í grein í tímaritinu VEÐRIÐ 1965, að upp- haflega muni Jón Ólafsson ritstjóri hafa verið fenginn til að ákveða nöfn á vind- stigin. Hafi þau síðan að mestu haldizt ó- breytt. í „Reglum um veðurskeyti og veð- urathuganir“, sem Veðurstofan gaf út árið 1967, voru þó gerðar nokkrar breytingar á F R E Y R 11

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.