Freyr - 01.01.1975, Side 24
Frá fyrstu árum tilraunastarfseminnar.
Sáðsletta í Gróðrarstöðinni í
Reykjavík.
og síðar til Noregs frá 1866 um 20 ára skeið.
Einn meðal þeirra var Guðmundur Ólafs-
son bóndi á Fitjum í Skorradal. Hann
reyndi ræktun á hör, byggi og erlendum
grastegundum en notaði við ræktun sjálf-
græðslu einn fyrstur manna. Til þessara
ræktunartilrauna naut hann styrks frá
Búnaðarfélagi suðuramtsins upp úr 1850.
Veturinn 1885—1886 iét Jósef J. Björns-
son skólastjóri á Hólum í Hjaltadal efna-
greina töðu og úthey í Kaupmannahöfn, og
munu það vera fyrstu efnagreiningar á ís-
lensku heyi.
Sœmundur Eyjólfsson beitti sér fyrir til-
raunum með áveitur á foksanda (Stjórnar-
sand í V.-Skaftafellssýslu) og fékk til þess
styrk úr landssjóði og sýslusjóði á árunum
1886—1890. Nokkur árangur kom í Ijós við
áveituna en vafalaust minni vegna þess, að
landið var ekki friðað fyrir ágangi búfjár.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna í þessu
efni, en það verður ekki gert hér.
Þegar líður fram undir aldamót 1900, eru
menn farnir að gera sér ljóst, að ekki dugir
lengur að binda sig einvörðungu við gaml-
ar búskaparaðferðir. Það þurfi að kanna
nýjar brautir c-g að undirstaða þeirra skuli
byggð á búvísindum samhliða reynslu for-
feðranna. Það beri því að fara að dæmi
annarra menningarþjóða að leggja tíma og
fé í tilraunir og rannsóknir. Sá þáttur hefst
svo á skipulegan hátt um síðustu aldamót,
svo sem áður er sagt.
Skal nú í stuttu máli drepið á hið helsta,
sem gerðist í þeim málum á fyrstu 20—25
árum 20. aldar.
2. STOFNAÐAR GRÓÐRARSTÖÐVAR.
a, Gróðrarstöðin í Reykjavík.
Fyrir fé það, sem Alþingi veitti Búnaðarfé-
lagi 1899, var þegar hafist handa um stofn-
un tilraunastöðvar í Reykjavík. „Land 6
dagsláttur að stærð var keypt hér sunnan
við bæinn fyrir 1000 kr. Þar að auki lagði
bærinn til ókeypis land um 8 dagsláttur,
svo að nú er landið samtals 14 dagsláttur“
(4V2 ha). Landið var valið á „skjólgóðum
stað eins langt frá sjó og kostur var á“.
Fullur helmingur landsins var mýri, hitt
holt.
Einar Helgason garðyrkjufræðingur
hafði verið ráðinn til Búnaðarfélags suður-
amtsins 1898. Hann hafði lært garðyrkju-
störf hjá Schierbeck landlækni, sem var
mikill forgöngumaður á því sviði í Reykja-
vík skömmu fyrir aldamótin og gerði margs
konar athuganir og tilraunir með garðjurt-
ir. En aðalnám sitt í garðyrkju sótti Einar
16
F R E Y R