Freyr

Volume

Freyr - 01.01.1975, Page 26

Freyr - 01.01.1975, Page 26
Hólum. Fyrstu 12 árin (til 1914) hafði hann ekki á hendi bústjórn á Hólum. Tímann frá vori til hausts notaði hann því að mestu í þágu tilraunastarfsins og í leiðbeininga- ferðalög meðal bænda. Sá, er þetta ritar, er þess minnugur, þótt ungur væri, er Sig- urður kom á æskuheimili hans (Torfalæk í A.-Húnavatnssýslu) og flutti með sér kraft og yl. Aukatilraunastöðvarnar urðu flestar 5 að tölu: á Húsavík, Hólum í Hjaltadal, Sauð- árkróki, Blönduósi og Æsustöðum í Langa- dal. Starf þeirra varð styttra en vonir stóðu til (2—4 ár) og má þar um kenna fjárskorti. Útvegun á frœi og áburði Um alllangt árabil útvegaði Ræktunarfé- lagið meðlimum sínum margs konar vörur og verkfæri til landbúnaðar. Á fyrstu 10 árunum nam þessi verslun um 90.000,00 krónum alls. Sem dæmi má nefna: Af útsæði: um 1.900 kg af grasfræi, um 14.000 kg af korntegundum. Af tilbúnum áburði: um 120.000 kg. Af girðingarefni: um 12.000 staurar og 3.040 gaddavírsrúllur. Af verkfærum: 128 kerrur, 71 plóg, 68 herfi, 26 hestarekur, 2 sláttuvélar, 1 heysnún- ingsvél, 127 aktygi og um 3.000 handverk- færi. Þessi verslun var mjög til hagnaðar fyrir bændur. Vörurnar voru seldar þeim með lítilli eða engri álagningu og með verslun- inni stuðlaði Ræktunarfélagið mjög að út- breiðslu þeirra. Trjárœktin Árið 1900 var fyrir atbeina Páls Briems amtmanns girtur reitur á bæjarlóðinni á Akureyri um 550 ferfaðmar að stærð, og átti hann að vera tilraunastöð fyrir trjá- rækt. Reiturinn bar nafnið Trjárœktunar- stööin á Akureyri. Sigurður Sigurðsson sá um stöð þessa í byrjun en síðar hinn góð- kunni trjáræktarmaður á Akureyri J. Chr. Stephánsson um nokkurt árabil. Trjáræktarstöðin heyrði í fyrstu undir amtið en var síðar afhent Ræktunarfélag- inu, enda fékk félagið land sitt við hlið Tr j áræktarstöð var innar. Framkvæmdast j ór ar Ræktunarf élagsins voru þessir: Sigurður Sigurðsson 1903— 1910. Jakob H. Líndal síðar bóndi á Lækja- móti í Víðidal 1910—1917. Sigurður Bald- vinsson frá Engidal í Bárðardal 1917—1919. Einar J. Reynis, sonur Jósefs J. Björnsson- ar skólastjóra, 1919—1923 og Ingimar Ósk- arsson náttúrufræðingur 1923—1924, en þá tók við Ólafur Jónsson. Á árunum 1915—1924 starfaði garðyrkju- konan Guðrún Þ. Björnsdóttir frá Veðra- móti í Skagafjarðarsýslu hjá Ræktunar- félaginu yfir vor- og sumartímann og hirti þá um trjárækt, blómarækt og matjurta- rækt í gróðrarstöðinni. c. Gróðrarstöðin á Eiðum. Eftir að Búnaðarsamband Austurlands var stofnað 1903, kom fljótlega til umræðu, að stofnuð yrði á vegum þess gróðrarstöð fyrir tilraunir. Var land heimilað á Eiðum 1905 ogbyrjuð jarðvinnsla, en 10 dagsláttur (um 3 ha) afgirtar í því skyni 1907. Tilraunir voru hafnar 1906. Voru þær með líku sniði og í Reykjavík og á Akureyri og náðu yfir hin sömu verkefni. Ráðunautar sambandsins stjórnuðu til- raunastarfinu og var það í góðu lagi í byrj- un, en þegar kemur fram á stríðsárin 1914 —1918 dofnar yfir því, og 1918 hafa tilraun- ir svo til lagst niður í gróðrarstöðinni og var svo fram til 1927 eða um 10 ára skeið. d. Gróðrarstöðin á Isafirði. Búnaðarsamband Vestfjarða var stofnað 1907. Strax á næsta ári var afgirt 414 dag- sláttu stórt land (um IV2 ha) fyrir tilraunir. 18 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.