Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1975, Side 30

Freyr - 01.01.1975, Side 30
4. HELSTU NIÐURSTÖÐUR J ARÐRÆKTARTILR AUN A. a. Tilbúinn áburður kemur að góðu gagni hér á landi. Menn vita talsvert um hinar ýmsu tegundir hans, dreifimagn fyrir gras og garðjurtir, dreifitíma o. fl. b. Talsverð vitneskja er fengin um tegund- ir af heilgrösum og belgjurtum, sem best henta íslenskum staðháttum, og nokkuð er vitað um ýmis afbrigði þeirra svo og sáðtíma. c. Alls hafa verið reynd yfir 70 afbrigði af kartöflum og aligóð þekking um það, hver þeirra eru hér best að uppskeru- magni. Ýmislegt er vitað um aðferðir við ræktun kartaflna, s. s. spírun, stærð útsæðis, sáðtíma o. fl. d. Sams konar vitneskja hafði fengist um gulrófur, fóðurrófur, kálmeti og fjölda margar aðrar tegundir af matjurtum. e. Nokkur reynsla var komin frá tilraunun- um með korntegundir til þroskunar og til grænfóðurs, svo og um ræktun blóma, runna og trjátegunda. 5. FRAMFARAALDA HEFST í RÆKTUN ARMÁLUM. Um og upp úr 1920 verða tímamót í ís- lenskum landbúnaði meiri en nokkru sinni fyrr og síðar. Margir straumar hrintu þess- ari ræktunaröldu af stað, og skulu hér nefndir nokkrir þeirra. Verkfœrasýning (Búsáhaldasýningin) var haldinn í Reykjavík 27. júní til 3. júlí 1921. Þar voru sýnd verkfæri innlend og útlend, alls 1349 talsins. Talið er, að alls hafi skoðað sýninguna um 5000 manns, þar á meðal mjög margir bændur. Sum verk- færi voru sýnd 1 vinnu og tilraunir voru gerðar með þau undir stjórn kennara við danska Búnaðarháskólann, Antons Chris- tensens. Sýndur var skurðgröftur með skurðasprengiefni í fyrsta sinn hér á landi. Á tilraunastöðinni ó Korpu hafa sérfrœðingar Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins aðstöðu til tilrauna m. a. til jurtakynbóta. Margir sáu þar í fyrsta sinn unnið með dráttarvélum. Sýningin hafði mjög mikil áhrif til framfara í verkmenningu í sveit- um landsins. 22 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.