Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1975, Síða 31

Freyr - 01.01.1975, Síða 31
Árið 1921 var fyrsti þúfnabaninn fluttur til landsins. Þúfnabanarnir unnu stórvirki í ræktun og í hugarheimi ræktunarmanna. Þær sýndu, hvernig hægt var að vinna jörðina á auðveldan hátt samanborið við eldri vinnuafköst. Dráttarvélar voru fluttar inn um sama leyti og þúfnabanar og tóku brátt við af þeim með jarðvinnslu. Árið 1919 var fyrsta skurðgrafan flutt inn til vinnu við Skeiðaáveituna. Upp úr því eru svo fluttar inn skurðgröfur og byrj- að að vinna með þeim við framræslu og dráttarvélum við almenn landbúnaðarstörf. Það má því segja, að um og upp úr 1920 hafi verið byrjað hér á landi að nota vélaafl við landbúnaðarstörf, og þarf ekki orðum að því að eyða, hversu miklar framfarir það hafði í för með sér. Jarðræktarlögin voru sett 1923. Með þeim var stórlega aukinn styrkur til jarða- bóta hvers konar, svo að bændum var gert mögulegt að stækka tún og matjurtagarða, byggja áburðargeymslur og hlöður og vinna að framförum á margan annan hátt í miklu stærri mælikvarða en áður hafði verið. Jarðræktarlögin voru sett á hentug- um tíma, enda létu áhrif þeirra ekki lengi á sér standa. Tilraunastarfið, sem hér að framan hefur verið lýst, á stóran þátt í framförum land- búnaðarins. Það var ekki hægt að stækka túnin nema með því að taka mýrar og móa til ræktunar. Til þess þurfti erlent grasfræ og tilbúinn áburð. Tilraunirnar sýndu, hvernig átti að nota áburðinn; og hvaða frætegundir átti að nota í sáðslétturnar. Tilraunirnar sýndu líka, hvaða garðjurtir þrifust hér á landi, og hvaða afbrigði þeirra ættu hér best við. Þetta hafði hvað mest áhrif á ræktun kartaflna, enda óx uppskera þeirra mjög upp úr aldamótum. Án tilraunanna hefði ræktun til að byrja með orðið fálm og úrræðaleysi. Niðurstöð- ur þeirra gáfu góða vexti af því fjármagni og þeirri vinnu, sem í þær var lagt. Margt var að vísu ógert enn í tilraunamálum í lok fyrsta fjórðungs aldarinnar, en árang- urinn var mikill og góður. Ef til vill hafa jarðræktartilraunir aldrei komið að jafn miklum notum eins og þær, sem gerðar voru á þessu tímabili. Margir dugandi menn lögðu hönd á plóg- inn í framfaramálum landbúnaðarins, en nafn eins þeirra ber að mínum dómi hæst — Sigurðar Sigurðssonar, skólastjóra og síðar búnaðarmálastjóra. Hann stóð fyrir búsáhaldasýningunni. Hann réði innflutn- ingi fyrsta þúfnabanans. Hann átti stærsta þáttinn í samningu Jarðræktarlaganna. Hann hratt af stað tilraunastarfi norðan- lands og á, með Einari Helgasyni, stóran þátt í uphafi jarðræktartilrauna á íslandi. íslenskir bændur eiga engum manni jafn mikið að þakka og honum. Héraðsráðunautur óskast Búnaðarsamband vestfjarða óskar að róða héraðsráðunaut á komandi vori. Upplýsingar veitir formaður sambands- ins Guðmundur Ingi Kristjánsson Kirkju- bóli Önundarfirði. F R E Y R 23

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.