Freyr - 01.01.1975, Qupperneq 32
Ekki
er allt prótein
jafngilt
Það er heill hópur af amínósýrum, er
mynda hin lífsnauðsynlegu sambönd, sem
hér á landi hafa ranglega verið nefnd
„eggjahvíta“ en á fræðimannamáli heita
prótein og réttilega ber að nefna það svo
einnig hér, því að þetta nafn fellur alveg
að íslenskri beygingarfræði.
í próteini eru meðal annarra mjög þýð-
ingarmiklar amínósýrur, sem heita methi-
onin og lysin, en því miður eru þær í litlu
magni í sumum próteinsamböndum, eink-
um þeim, sem fást úr jurtaríkinu. Einmitt
þess vegna hefur á síðari árum verið farið
inn á þá braut erlendis að framleiða þessar
amínósýrur sem sérefni, einmitt til þess að
blanda þeim í fóður og gera það þannig
fullkomnara en annars, Innan þeirra landa,
sem teljast til OECD, hefur eftirspurn eftir
þessum efnum vaxið verulega og stöðugt
meira á síðustu árum, og einkum hefur
eftirspurn eftir lysini verið mjög mikil í
þeim löndum, sem aðallega hafa prótein úr
jurtaríkinu en þurfa hins vegar að fóðra
dýr, sem hafa aðeins einn maga (eru ekki
jórturdýr). Framleiðsla á lysini er kostn-
aðarsamari en þegar um ræðir methionin,
og eftirspurn eftir því hefur verið langtum
meiri en hægt hefur verið að fullnægja,
svo að þar hefur til orðið svartamarkaðs-
verð. Lysin er framleitt í verksmiðjum í
Japan, USA og Frakklandi. Yegna tak-
markaðs magns þessarar vöru á markaði
er verðið á lysinríkum fóðurvörum mjög
hátt, svo sem raun er á um fiskimjöl og
síldarmjöl.
Við íslendingar eru í þessu tilliti vel
settir að hafa þær tegundir próteinvöru,
sem eru gildisauðugar, en hitt er hörmulegt
og óverjandi, sem gert er, að flytja lífefna-
ríka vöru úr landi og flytja aftur til lands-
ins í hennar stað aðra af líku tagi en miklu
rýrari að lífeðlisgildi. Það er annars okkur
líkt að framkvæma hlutina í hugsunar-
leysi.
Um methionin er að segja, að það er ekki
mjög dýr vara, sem nú er framleidd í mjög
ört vaxandi mæli í verksmiðjum erlendis.
Um þýðingu þessarar amínósýru á vissu
sviði er sérlega getið í Frey nr. 6 síðasta
ár. G.
24
F R E Y R