Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1975, Síða 33

Freyr - 01.01.1975, Síða 33
<ÍMOLA% Ávarpsorð Freys. AvarpsorS fyrsta tölublaðs Freys enda á eft- irfarandi setningum. Þœr eru birtar hér bœði til skemmtunar og fróðleiks. Flest af því, sem þarna er upp talið, er enn í góðu gildi. Þess er þó skylt að geta, að Freyr kemur nú út hólfsmónaðarlega, órgangurinn er 36 arkir, og svo kostar hann ekki lengur 2 krónur held- ur 700,—. „Þótt vér nú gjörum allt, sem góður vilji og gefa leyfir, til þess að gjöra „Frey" svo út, að vel sé, er það þó aðallega undir yður komið, heiðruðu landar, hvort tilvera hans verður skammœ og gagnslítil eða honum ó að auðn- ast að vinna nokkuð að heill og framförum íslensks landbúnaðar. Freyr er ógœtastur allra Ása segir í Eddu; á hann er gott að heita fil órs og friðar, hann rœður og fésœlu manna. „FREYR" vill verða bœndum ágœtastur allra blaða, óskar öllum árs og friðar og hyggst að stuðla mjög að fésœlu manna. „FREYR" „FREYR" „FREYR" „FREYR" „FREYR" „FREYR" „FREYR" „FREYR" á erindi við alla bœndur á íslandi. flytur hugvekjur um hvers konar bú- mál. fœrir stöðugt nýjustu skýrslur um verð og sölu útlendra og innlendra landbúnaðarafurða. segir fréttir. veitir fœri á að kynnast helstu bún- aðarhreyfingum utanlands og innan. flytur myndir við og við. rœðir landbúnaðarmál án þess að heyra til neinum ákveðnum flokki. veitir rúm öllum þeim, sem eitthvað nýtilegt hafa fram að bera landbún- aðinum til gagns og þrifa. „FREYR" „FREYR" „FREYR" „FREYR" borgar sanngjörn ritlaun öllum, sem í hann rita. kemur út í arkarheftum einu sinni í mánuði. flytur að jafnaði auglýsingar, sem bœndum mega að gagni koma. kostar aðeins 2 kr. um árið." Prófritgerðir frá Hvanneyri. Komið er út á Hvanneyri „Ritgerðasafn, rit- gerðir til kandidatsprófs við framhaldsdeild Bœndaskólans á Hvanneyri 1973". Rit þetta hefur að geyma fimm heilar ritgerðir af tólf prófritgerðum þeirra, sem brautskráðust úr framhaldsdeildinni vorið 1973. Útdrœttir eru úr hinum sjö ritgerðunum. Síðan 1959 hefur það verið þáttur í loka- prófi kandidata frá Hvanneyri að skila próf- ritgerð. í fyrstu voru ritgerðir þessar hand- skrifaðar en hafa hin síðari ár verið fjölrit- aðar í fáeinum eintökum og eru varðveittar á Hvanneyri. Ritgerðir þessar eru um hin fjöl- breytilegustu efni innan búfrœðinnar og oft um einstaka hluti, sem lítið eða ekki hafa verið rannsakaðir áður. í ritinu er auk þessa skrá yfir þœr ritgerðir, sem skilað hefur verið síðan 1959, 60 að tölu. Útgáfa ritsins er kostuð af „Rannsóknastofnuninni Neðra-Ási“ í Hvera- gerði, en henni veitir Gísli Sigurbjörnsson for- stjóri elliheimilisins Grundar, sem kunnugt er forstöðu. F R E Y R 25

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.