Freyr - 01.01.1975, Qupperneq 34
Ullarmarkaður.
í FREY nr. 21—22 s. I. ár var frá því sagt,
samkvœmt ummœlum Norges Bondeblad, að
ullarmarkaður hafi verið ágœtur allt árið 1973
og fram á ár 1974. Þegar leið á síðara árið,
snerist markaðsviðhorfið til annarrar áttar, og
segir Vestlandsk Landbruk frá því (nr. 23 1974),
að þróun ullarverðs hafi verið mjög neikvœð
síðari hluta ársins 1974, og varla sé að vœnta
stöðvunar á verðfalli fyrr en einhvern tíma á
þessu ári.
Um leið er þess getið, að landbúnaðarráð-
herra Ástralíu hafi verið í Japan og muni nú
fara fil Evrópu til þess að kanna markaðs-
möguleika fyrir ull. Frá því er sagf um leið,
að lœkkun ullarverðs á heimsmarkaði stafi
m. a. af því, að peningagengi í Ástralíu og
Nýja-Sjálandi hefur verið fellt, en tregða er
einnig í eftirspurn eftir ull.
Verður greitt fyrir mjólkina eftir
próteinmagni en ekki fitu?
I norska blaðinu „Buskap og avdrátt, sem er
félagsblað fyrir nautgriparœktarfélög, sem
vinna að rœktun NRF stofnsins, er sagt frá
því, að nú verði farið að taka tillit til prófein-
magns í mjólk dœtranna við afkvœmadóma
á nautum. Fitan í mjólkinni þykir ekki lengur
jafn eftirsóknarverð og áður var. Nú er á
Norðurlöndum og víðar seld fituminni mjólk
til neyslu og gert smjör úr þeim rjóma, sem þá
er fekinn úr neyslumjólkinni. í nokkrum lönd-
um er þegar farið að greiða bœndum fyrir
mjólkina eftir próteinmagni hennar í stað
þess að greiða hana eftir fitueiningafjölda.
BÆNDUR!
Vér útvegum frá
LEROY - SOMER í Frakklandi,
traktorknúðar vararafstöðvar
Stœrðir:
10 kvA fyrir 30 ha traktora
15 kvA fyrir 45 ha traktora
20 kvA fyrir 50 ha traktora
ÓÐIM s.i.
Keflavík
Símar 92 25 30 og 92 23 33
26
F R E Y R