Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 5
FREYR
BÚNAÐARBLAÐ
72. árgangur
Nr. 3, febr. 1976.
Útgefendur:
BÚNAÐARFÉLAG [SLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
ÓLI VALUR HANSSON
Ritstjóri:
JÓNASJÓNSSON
Heimilisfang:
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
Áskriftarverð kr. 1000
árgangurinn
Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og
auglýsingar:
Bændahöllinni, Reykjavík, sími 19200
Ríkisprentsmiðjan Gutenberg
Reykjavík — Sími 38740
EFNI:
BústærS og arðsemi
„Litla Jörp með lipran fót“
Nythæstu kýr
nautgriparæktarfélaganna 1974
Bréf frá bændum
Skattframtalið í ár
Yfirlit yfir tilraunir
gerðar á Hvanneyri 1975
Bústærð og arðsemi
í síðasta blaði var um það rætt, að hagkvæmast mundi,
jafnt fyrir bændur og þjóðarbúið í heild, að hér væri
búið þeim búskap, sem mest byggist á því, sem hægt
er að rækta eða afla á annan hátt í landinu sjálfu.
Á meðan markaður fyrir íslenskar landbúnaðarvörur
er svo þröngur, að óvíst er, að bændur fái fullt verð fyrir
framleiðsluna, fari hún fram úr ákveðnu marki, er aug-
Ijóst, að það er óhagkvæmt fyrir bændur í heild að efla
framleiðsluna með því að auka aðkeypt föng til hennar.
Með því væru þeir að greiða öðrum aðilum aukinn
hluta af því, sem gæti komið til skiptanna milli þeirra.
Sem dæmi má nefna aukna notkun á erlendu kjarnfóðri,
þegar svo stendur á, að hægt væri að framleiða nægilegt
magn innlends fóðurs fyrir markaðinn. Með því væri
verið að greiða erlendum bændum af þeim tekjum, sem
íslenskir bændur eða aðrir innlendir aðilar hefðu mögu-
leika á að fá.
Sömu augum má í vissum tilfellum líta á framleiðslu-
auka, sem næst með aukinni fjárfestingu í tæknibúnaði,
þó að hann spari vinnu. Þá er verið að greiða öðrum
aðilum hluta af því, sem komið gæti í hlut bóndans.
Með þessu er þó engan veginn verið að mæla á móti
bættri tækni við bústörfin almennt, aðeins bent á að
skoða þarf hlutina í þessu Ijósi, áður en ráðist er í eða
hvatt til fjárfestingar í dýrum tækjum. Aukin aðföng rétt-
lætast því aðeins, að þau lækki framleiðslukostnað á
hverja vörueiningu.
Oft heyrist að stækka þurfi búin. Þá muni hagur bænda
batna, „framleiðni“ landbúnaðarins aukast og neytendur
fá ódýrari vöru. Þessi staðhæfing þarf þó verulegrar
athugunar við. Það hefur ekki komið fram í búreikning-
um, að beint samband sé á milli bústærðar og bættrar
afkomu, þegar allra minnstu búunum er sleþpt. Þvert á
móti, þeir sýna, að það eru aðrir þættir, sem oft ráða
meiru um afkomu búanna, eins og til dæmis afurðir eftir
hvern grip.
F R E Y R
33