Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1976, Side 8

Freyr - 01.02.1976, Side 8
Alberta. Bar þar fyrir augu: holdanauta- hjarðir svo sællegar, að unaður var á að líta, hrossabú, þar sem kappreiðahestar voru markaðsvaran, jarðrækt, þar sem hey og hafrar voru ríkilátastir í uppskerunni. Þar sáust og bygg, hveiti, kartöflur o.fl., sem hér yrði of langt að telja, enda aðeins komið auga á hið stærsta. Hér er hvorki tækifæri né geta til að bera saman það, sem við sáum þar, og það, sem við eigum hér heima. Allt er svo ólíkt, að enginn samanburður er viðráðanlegur eftir slík skyndikynni. Hér skal öllu slíku sleppt en staldrað við gamanmál og þá íslensku erfð, sem þar mætti okkur. GuSmundur og Gunnar Sæmundsson fræðaþulur. Frúin er mjög búin að tapa íslenskunni, þó átti hún það eftir af henni, að hún skildi mig að mestu. Mér gekk verr að skilja hana, enda kann ég ekki stakt orð í ensku. En þótt hún kynni fá orð í íslensku, tókust þessi skipti ekki lakar en svo, að bæði virt- ust furðanlega ánægð. Við höfðum ekki ekið nema skammt, þegar hún hafði yfir setningu, sem ég fann, að féll í stuðla, þó ég heyrði hana ekki svo vel, að ég næði henni. Næsta hending bjargaði málinu. Þarna mætti mér hinn alþekkti íslenski húsgangur: Litla-Jörp með lipran fót labbar götu þvera. Hún mun seinna á mannamót mig í söðli bera. Ég játa það, að ég varð furðu lostinn. Meira en hundrað ára húsgangur, sem þrátt fyrir smæð sína, réði yfir því seiðmagni að berast um allt ísland, var þarna enn á flugi, þótt móðurmál konunnar, sem þar flutti hana, hefði beðið lægri hlut fyrir þjóðtungunni, sem íslenskan þreytti þar við. Ég játa, þótt þar kunni að kenna nokk- urrar fordildar, að það vakti mér hlýju að mæta þessum látlausa vini þarna vestra og geta rakið upprunann til minna heimahaga. Vísan er kveðin á Eiðsstöðum í Blöndudal einhvern tíma á árunum 1859—1869. Höf- undurinn var Hólmfríður Bjarnadóttir frá Valdarási, sem gekk undir nafninu Hólm- Skápurinn góði með verðlaunagripunum. 36 F R E Y R

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.