Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 24

Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 24
TEKNAMAT. A. Skattmat tekna af landbúnaði skal ákveðið þannig: 1. Allt, sem selt er frá búi, skal talið með því verði, sem fyrir það fæst. Ef það er greitt í vörum, vinnu eða þjónustu, ber að færa greiðslurnar til peningaverðs og telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi vörur, vinnu eða þjón- ustu, sem seldar eru á hverjum stað og tíma. Verðuppbætur á búsafurðir teljast til tekna, þegar þær eru greiddar eða færð- ar framleiðanda til tekna í reikningi hans. 2. Heimanotaðar búsafurðir (búfjárafurðir, garðávextir, gróðurhúsaafurðir, hlunn- indaafrakstur), svo og heimilisiðnað, skal telja til tekna með sama verði og fæst fyrir tilsvarandi afurðir, sem seldar eru á hverjum stað og tíma. Verði ekki við markaðsverð miðað, t.d. í þeim hreppum, þar sem mjólkursala er lítil eða engin, skal skattstjóri meta verð- mæti þeirra til tekna með hliðsjón af notagildi. Ef svo er ástatt, að söluverð frá fram- leiðanda er hærra en útsöluverð til neyt- enda vegna niðurgreiðslu á afurðaverði, þá skulu þó þær heimanotaðar afurðir, sem svo er ástatt um, taldar til tekna, miðað við útsöluverð til neytenda. Mjólk, sem notuð er til búfjárfóðurs, skal þó telja til tekna með hliðsjón af verði á fóðurbæti, miðað við fóðureiningar. Þar sem mjólkurskýrslur eru ekki haldn- ar, skal áætla heimanotað mjólkurmagn. Með hliðsjón af ofangreindum reglum og að fengnum tillögum skattstjóra hefur mats- verð verið ákveðið á eftirtöldum búsafurð- um til heimanotkunar, þar sem ekki er hægt að styðjast við markaðsverS: a. Afurðir og uppskera: Mjólk, þar sem mjólkursala fer fram, sama og verð til neytenda: 29,90 kr. pr. kg. Mjólk, þar sem engin mjólkursala fer fram, miðað við 500 I neyslu á mann: 29,90 kr. pr. kg. Mjólk til búfjárfóðurs: 15,70 kr. pr. kg. Hænuegg (önnur egg reiknuð hlutfalls- lega): 320 kr. pr. kg. Sauðfjárslátur: 394 kr. pr. stk. Kartöflur til manneldis: 4.400 kr. pr. 100 kg. Rófur til manneldis: 4.900 kr. pr. 100 kg. Kartöflur og rófur til skepnufóðurs: 945 kr. pr. 100 kg. b. Búfé til frálags (slátur meðtalið): Dilkar ......................... 5.300 kr. Veturgamalt fé ................. 7.000 — Geldar ær ...................... 6.700 — Mylkar ær og fullorðnir hrútar 3.500 — Sauðir ......................... 8.500 — Naut I. og II. fl.............. 44.400 — Kýr I. og II. fl............... 30.000 — Kýr III. og IV. fl............. 20.500 — Ungkálfar ...................... 2.200 — Folöld 14.400 — Tryppi 1—4 vetra .............. 20.400 — Hross 4—12 vetra .............. 23.700 — Hross eldri en 12 vetra...... 14.400 — Svín 4—6 mánaða................ 18.900 — c. Veiði og hlunnindi: Lax .................. Sjóbi rtingur Vatnasilungur......... Æðardúnn d. Kindafóður: Metast 50% af eignarmati sauðfjár. B. HLUNNINDAMAT (Sjá leiðbeiningar ríkisskattstjóra). Gjaldamat. A. Fæði: Fæði fullorðins ............. 340 kr. á dag Fæði barns, yngra en 16 ára 270 kr. á dag Sjá ennfremur leiðbeiningar ríkisskatt- stjóra. 500 kr. pr. kg 225 --------- 200 —-------- 20.000 --------- 52 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.