Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 25

Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 25
Nokkur atriði til minnis. A. Greiðsla í iífeyrissjóð bænda er frádrátt- arbær á persónuframtali og færist í lið 3, „Greitt iðgjald af lífeyristryggingu“. B. Frádráttur vegna starfa eiginkonu við landbúnað má vera allt að 10% af hreinum tekjum af landbúnaði, þó ekki yfir 167.500 kr., vinni hvorugt hjónanna utan heimilis eða hafi tekjur af öðru en landbúnaði. Frá- dráttur má þó hækka um 1,25% fyrir hvern mánuð, sem eiginmaður vann að öðrum störfum en landbúnaði. Ef vinnuskýrslur eru færðar og þær sýna, að eiginkonan hefur unnið meira en 20% af vinnuframlagi þeirra hjóna, er leyfilegt að hækka frádráttinn, sem því nemur, að hálfu, þar sem aðeins 50% af tekjum eiginkonu eru frádráttar- þærar. Frádrátturinn [ækkar einnig, ef kon- an hefur tekjur af öðru en landbúnaði, en helmingur þeirra launa er frádráttarbær. C. Óbein fyrning er reiknuð 45% af fyrn- ingu véla og 36% af fyrningu útihúsa og ræktunar. Óbeina fyrningu má ekki reikna af flýtifyrningu. (Siá hér á eftir). Óbein fyrning færist á landbúnaðarframtal, lið nr. 39. D. Búnaðarmálasjóðsgiöld eru frádrátt- arbær á landbúnaðarframtali, séu þau ekki dregin frá þeirri upphæð, sem er á afurða- miðunum. E. Söluhagnaður af seldri vél eða tæki, sem er á fyrningaskýrslu, er mismunur á söluverði og bókfærðu verði. Söluhagnaður er ekki skattskyldur á vél, sem seljandí hefur átt í fjögur ár eða lengur, en hafi hann átt hana í tvö ár eða skemur en fjögur ár, er hálfur söluhagnaðurinn skattskyldur. Sjá síðar. F. Símakostnaður er frádráttarbær að hluta. G. Fagrit landbúnaðarins t.d. Freyr, Handbók bænda, Árbók landbúnaðarins o. fl. eru frádráttarbær á landbúnaðarframtali. H. Heimtaugagjald vegna rafmagns og stofngjald (kostnaður) vegna vatnsveitu í eldri byggingar má afskrifa um 10% á ári. I. Launajöfnunarbætur skulu færðar á landbúnaðarframtal. K. Vaxtatekjur af stofnsjóðum eru skatt- frjálsar og skulu því ekki taldar fram. Leiðbeiningar um færslu á fyrningaskýrslu. Flestir bændur hafa nú gert fyrningaskýrslu í þrjú ár, eftir að Seyfð var fyrning á úti- húsum og ræktun eftir fasteignamatinu. Sýnishorn af fyrningaskýrslu fylgir hér til þess að auðvelda þeim bændum, sem ekki hafa gert hana áður, að gera hana nú. Fyrnanlegar eignir er best að setja í tvo flokka, annars vegar útihús og ræktun og hins vegar búvélar. Fyrningar eru þrenns konar: Árleg fyrning, flýtifyrning og óbein fyrning. Árleg fyming. Fyrnanlegar eignir eru þeir fjármunir, sem notaðir eru til öflunar tekna í atvinnurekstri og rýrna að verðmæti við notkun eða aldur, þó ekki veltufjármunir. Bændur geta ákveð- ið, hve hratt þeir fyrna, en sett eru takmörk Lágmarks- og hámarksfyrning. Tegund Útihús, steinsteypt ............... Útihús, timbur, stál .............. Útihús, hlaðin úr steini .......... Ræktun ............................ Gróðurhús ......................... Dráttarvélar ...................... Bifreiðar ......................... Jarðvinnslu- og heyvinnuvélar . . . . Aðrar vélar og tæki ............... Lágmark (ár) % 2% (50) 4% (25) 2,6% (38) 5% (20) 5% (20) 10% (10) 10% (10) 10% (10) 8% (12,5) Hámark % (ár) 4% (25) 8% (12,5) 5,2% (19) 10% (10) 10% (10) 15% ( 7) 15% ( 7) 15% ( 7) 12,5% ( 8) F R E Y R 53

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.