Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 13
Laugardælum, allir fæddir 1965. í næst yngsta árgang-
inum er Þjálfi frá Lundi við Akureyri, sem talsvert hefur
verið notaður ursdanfarin ár eíns og þeir Hrafn og Rikki.
í árganginum 19S3 eru hin athygiisverðu naut úr Hruna-
mannahreppi, þeir Flekkur frá Efra-Langholti, sem nú er
7. nautið í röðinni með 34 dætur, og Glampi frá Syðra-
Langholti með 27 dætur.
Elzta nautið, sem enn á hið fæsta 10 dætur, sem
Elstu nautin, sem enn eiga dætur í mjólkuðu yfir 200 kg miólkurfitu á árinu, er Sjóli Ljóma-
dokki aturSahæstu kúnna, voru lindarson frá Skarði við Akureyri, fæddur 1949, sem á 13
fædd 1948 og 1949. dætur, og næst elzt eru Þeli frá Neðri-Dálksstöðum með
68 dætur og Fylkir frá Hellisholtum með 20. Þeli hefur
síðustu árin verið 3. í röðinni með dætrafjölda, en þeim
hefur fækkað að mun á árinu. Dætrum Fyikis er einnig
farið að fækka, en synir hans tveir, þeir Sokki frá Skarði
* og Munkur frá Munka-Þverá, hafa síðustu árin verið í
tveim efstu sætunum, og samtals eiga þeir 307 dætur í
hópi þeirra 1727 kúa, sem mjólkuðu 200 kg mjólkurfitu
eða meira árið 1974.
Tvö elztu nautin, sem eiga dætur í þessum hópi, eru
fædd 1948. Þ au eru Tígull S42 !rá Skriðufelli með eina
dóttur og Bolli S46 frá Bollastöðum með tvær. Báðir
voru þeir miklir kynbótagripir og komu mjög við sögu
nautgriparæktarinnar á Suðurlandi, þar sem þau voru
notuð, einkum þó Bolli, en undan honum voru margar
beztu kýrnar á Suðurlandi til skamms tíma.
Afurðahæsta kýrin árið 1974, miðað við kg rmólkur-
fitu, var SKOTTA 123, Haraldar Kristinssonar, Önguls-
stöðum I í Eyjafirði, en afurðir hennar voru 379 kg
mjólkurfitu. Var ársnyt hennar 6960 kg og mjólkurfita
5,44%. Miðað við kg mjólkurfitu (áður fitueiningar) eru
þetta næst hæstu ársafurðir kýr hér á landi, en metið,
430 kg mjólkurfita, er frá árinu 1973, og á það Kæti 46,
Ljótsstöðum, Vopnafirði, sem nú er í þriðja sæti með
365 kg mjólkurfitu. Skrá yfir afurðir Skottu einstök ár er
birt með þessari grein.
Næsthæsta kýrin nú, Blesa 115, er frá sama búi og
Afurðahæsta kýrin og sú nythæsta Skotta. Hún var jafnframt hæsta kýrin, þegar reiknað er
árís 1974 voru báSar a sama buinu, eftir mjólkurmagni. Voru ársafurðir hennar 7559 kg
OnguisstoSum i, EyafirSi. mjólkur með 4,94% mjólkurfitu, sem svarar ti! 374 kg
mjólkurfitu. Þær Skotta og Blesa eru hálfsystur, báðar
undan Sokka frá Skarði við Akureyri. Þegar frá eru
taldar afurðir Kæti 46 á Ljótsstöðum árið 1973, sem er
bróðurdóttir þeirra, eru þessar tvær systur á Önguls-
stöðum með hærri ársafurðir 1974 en áður hefur gerzt
í sögu nautgriparæktarinnar.
F R E Y R
41