Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 9

Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 9
fríður skáldkona. Hún giftist Benedikt Ól- afssyni frá Eiðsstöðum og var því svilkona hinnar þekktu konu, Margrétar í Stafni. Þau Benedikt fluttust til Skagafjarðar 1869 og þaðan til Bandaríkjanna 1874. Ég sný aftur að ferðasögunni. Er við höfðum glaðst um stund yfir Litlu-Jörp, hafði Laila yfir annan húsgang og þó drjúgum eldri: Mjög sig teygði mjóstrokinn, makkann sveigði gullbúinn, grjóti fleygði fótheppinn, fögur beygði munnjárnin. Þessi húsgangur er rímnaerindi, talið kveðið 1822 af Hallgrími Jónssyni, að auk- nefni „læknir“. Rímurnar hafa aldrei verið prentaðar. Það vakti henni nokkra furðu, að ég skyldi kunna báðar vísurnar. En niðurlag sögunnar er mér mesti gleði- gjafinn. Eins og áður segir bauð Laila okk- ur til hádegisverðar á heimili sínu. Þau hjón áttu tvær dætur. Var önnur gift og bjó í nágrenninu. Hún sinnti húsmóður- störfunum og þó að því er virtist með hinni ágætustu aðstoð föður síns. Yngri systirin var að heiman. Voru borðin að mestu hlað- in, þegar við komum, en vissulega sýndist húsmóðirin hafa sitt til málanna að leggja. þegar heim var komið, enda ólíkleg til að þurfa öll ráð til annarra að sækja. Heimilið var hið fegursta. En það, sem vakti mesta furðu gestanna, var opinn skápur, sem stóð þar við vegg, nálægt 160 cm á hæð og allt að 70 cm á breidd. í hann var raðað verð- launagripum, flestum af silfri, og margir forkunnarfagrir. Það vakti forvitni íslend- inganna, hver gripina hefði unnið. Það upplýstist, að heimasætan hafði unnið þá alla á kappreiðum og alla á sama hestinum. Hún hafði keppt 60 sinnum og aldrei hafn- að neðar en í þriðja sætinu. En ótrúlega oft hafði hún sest í hið efsta. Hesturinn stóð við íbúðarhúsið, þegar við kvöddum, — þrautreyndur að hraða og harðfengi og vakti óblandna hrifningu hinna íslensku ferðalanga. Þeir héldu úr hlaði glaðir og þakklátir en veltu fyrir sér spurningunni: Eru ekki tengsl milli þess yndis, sem hesta- vísan var húsmóðurinni, og hestamennsku heimasætunnar? Hún hafði sjálf tamið og þjálfað fákinn sinn. Stóð þar ekki að baki íslensk erfð, íslensk hestamennska? Ég frétti síðar að móðir Lailu hefði unnað hestum og hestamennsku af heilum hug. Hús Lailu í Markerville. F R E Y R 37

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.