Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 23

Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 23
KETILL A. HANNESSON: Skattaframtalið w w i ar LandbúnaSarframtali á að skila í lok febrú- armánaðar og nú er kominn tími til að fara að huga að útfyllingu landbúnaðarframtals og skattskýrslu. Lokauppgjör frá kaupfélögum og öðrum viðskiptaaðilum eru væntanlega komin auk afurðamiða og launamiða. Nauðsynleg gögn við framtal. 1. Leiðbeiningar ríkisskattstjóra við útfyll- ingu skattframtals árið 1976 og skattmat framtalsárið 1976. Þessar leiðbeiningar voru birtar í dagblöðunum í janúar 1976. 2. Leiðbeiningar um útfyllingu á fyrninga- skýrslu (þessar leiðbeiningar eiga að fylgja landbúnaðarframtali). 3. Leiðbeiningar um útfyllingu: Neðst á landbúnaðarframtalsskýrslu. 4. Ef ofangreindar leiðbeiningar nægja ekki, þá er hægt að fletta upp í laga- greinum. Til er bæklingur, er nefnist „Lög um tekjuskatt og eignaskatt“ (september 1974) og er seldur í Bókabúð Lárusar Blöndals, Skólavörðustíg 2, Reykjavík, sími 15650 og kostar 240 kr. Sá bækl- ingur er hins vegar ekki fullkomlega réttur, því lögunum var breytt í fyrra, og því er nauðsynlegt að hafa þær breyt- ingar einnig. Þessi lög eru nr. 11 frá 1975 og er til sérprentun hjá ríkisféhirði og fæst þar án endurgjalds. Auk þess eru þau birt í Stjórnartíðindunum A 8 — 1975. Ríkisskattstjóri hefur ákveðið, að skatt- mat framtalsárið 1976 (Skattárið 1975) skuli vera sem hér segir: Búfé til eignar í ársiok 1975. kr. Ær ................................ 5.600 Hrútar ............................ 8.500 Sauðir ............................ 5.600 Gemlingar ......................... 4.300 Kýr .............................. 53.800 Kvígur 11/2 árs og eldri 36.000 Geldneyti og naut................. 20.000 Kálfar yngri en 1/2 árs.......... 5.600 Hestar á 4. vetri og eldri 43.700 Hryssur á 4. vetri og eldri 24.800 Hross á 2. og 3. vetri ........... 15.300 Hross á 1. vetri .................. 9.300 Hænur ............................... 530 Endur ............................... 610 Gæsir ............................... 880 Geitur ............................ 3.700 Kiölingar ......................... 2.600 Gyltur ........................... 14.500 Geltir ........................... 14.500 Grísir yngri en 1 mánaðar....... 0 Grísir eldri en 1 mánaðar 5.200 Minkar: Karldýr ............ 3.700 Kvendýr 2.000 Hvolpar ...................... 0 51 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.