Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 6

Freyr - 01.02.1976, Blaðsíða 6
Bústærð er heldur ekki allt of Ijóst hugtak. Venja er hér að mæla hana í fjölda fjár, nautgripa og annars bú- penings. Það mætti líka mæla hana eftir því vinnufram- lagi, sem búið krefst eða það getur greitt fyrir. Eða þá með því afurðamagni, sem búið framleiðir. Það fer eftir atvikum, hvað best á við. En lítum á dæmi. Hvor hefur ,,stærra“ bú, sá, sem hefur 400 vetrarfóðraðar ær en fær aðeins 0,77 lömb til nytja eftir hverja á að hausti, eða hinn, sem hefur 200 ær og fær 1,94 lömb eftir hverja að jafnaði? Eða ef borin eru saman bú, sem hefur 9,2 kg af kjöti eftir á að jafnaði, og annað, sem er með 28,44 kg? Þessar tölur um lambafjölda og kjö eftir á eru ekki tilbúningur heldur dæmi frá bæjum í sömu sýslu, tekin úr athugunum Bú- reikningastofunnar. í sömu athugun kemur í Ijós, ao afurðaaukningin fer ekki í aukinn tilkostnað. Þegar búið er að draga frá framleiðslutekjunum „breytilegan kostnað", þar sem mest munar um aðalrekstrarvörurnar, áburð og kjarn- fóður, verður eftir það, sem hver búfjáreining getur greitt fyrir vinnu, í vexti og fyrningar, þ.e.a.s. svonefnd ,,framlegð“. Framlegðin reynist mjög mismunandi og yfirleitt mest þar, sem afurðasemin er mest. Dæmi eru þess, að hjá einstökum bændum fari fram- legð á kind niður í þúsund krónur en hjá öðrum í sama héraði sé hún fyllilega sexföld eða yfir sex þúsund krónur. Þessi atriði, sem hér hefur verið drepið á, ættu að nægja til að sýna, hve miklu veldur, að vel sé á haldið, og að þannig sé búið, að hver búfjáreining gefi sem mestan arð og það af heimafengnu fóðri. Stórbúskapur eftir höfðatölumati er engan veginn einhlítur til afkasta- aukningar. Honum þarf ekki að fylgja aukin hagsæld fyrir einstaka bændur eða þjóðina í heild. Meira kann að vera um það vert að búa vel og að sínu. Þessi mál væri full þörf að ræða nánar og verður leitast við að gera það hér í blaðinu á næstunni. 34 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.