Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 7
FREYR
BÚNAÐABBLAÐ
73. árgangur
nr. 10, maí 1977
Útgefendur:
BÚNADARFÉLAG ÍSLANDS
STÉTTARSAMBAND BÆNDA
Útgáfustjórn:
EINAR ÓLAFSSON
HALLDÓR PÁLSSON
ÓLI VALUR HANSSON
Ritstjóri:
JÓNASJÓNSSON
Heimilisfang:
BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK
PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK
ÁskriftarverS kr. 2000
árgangurinn
Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og
auglýsingar:
Bændahöllinni, Reykjavík, sími 19200
Rikisprentsmiðjan Gutenberg
Reykjavík — Sími 84522
EFNI:
Skógrækt og búskapur
Fræ á markaði í vor
Hestaþing 1977
Mjólkurtankurinn
og mjólkurhúsið
Æðarfugl
í varplandi að vori
Þegar kýrnar eru látnar út
Frá upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins
Brét frá bændum
Næpa til vetrarfóSrunar
Molar
Skógrækl og búskapur
Ræktun erlendra trjáa hér á íslandi er nær jafn gömul
öldinni. í fyrsta reitinn var plantað á Þingvöllum 1899 og
ári síðar var gróðursett í reit á Grund í Eyjafirði. Síðan
var gróðursett í Mörkinni á Hallormsstað og víðar. Þá
var reynsla engin og þekking lítil á því, hvert helst væri
að leita trjáa, sem hér gætu vaxið, enda þóttu þessar
tilraunir ekki gefa betri raun en svo, að því var lýst yfir,
af Kofoed-Hansen, skógræktarstjóra árið 1914, að ekki
væri rétt að eyða í það tíma og fyrirhöfn að gróðursetja
erlendar trjátegundir. Við þetta sat fram yfir 1935, er
Hákon Bjarnason varð skógræktarstjóri. Hann byrjaði
þegar að leita þeirra staða, sem líklegast væri að sækja
trjátegundir, sem ættu við íslenskar aðstæður og veður-
far.
□
Með starfi Hákonar að skógræktarmálum hófst víðtæk
leit að trjátegundum og öðrum viltum plöntum, sem
orðið hefur til að auðga íslensku flóruna svo verulega
nemur. Nú hafa verið reyndar hér 60 tegundir trjáa frá
rúmlega 200 stöðum á jörðinni. Af þessum fjölda eru 15
tegundir taldar geta haft verulega þýðingu fyrir skógrækt
hér á landi. Auk þess hefur Skógræktin flutt inn fjölda
runna, sem þýðingu hafa fyrir garð- og skjólbeltaræktun
að ógleymdri Alaskalúpínunni, sem við vissar aðstæður
er ómetanleg landgræðslujurt. Þegar frá líður, mun þetta
„landkönnunarstarf“ og sá árangur, sem þegar hefur af
því orðið í skógrækt til nytja, prýði og landverndar þykja
einn merkasti þátturinn í starfi Skógræktarinnar undir
forystu Hákonar Bjarnasonar.
□
Þó að byrjað væri á ný að gróðursetja hér erlend tré
fyrir seinna stríðið, var það ekki fyrr en um 1950 að
verulegur skriður komst á það að gróðursetja í samfelld
svæði, og er reynslan af því víðast ekki nema rúmlega
20 ára. Veðurfar og þar með ræktunarskilyrði eru ákaf-
lega breytileg, ekki aðeins eftir landshlutum heldur og á
milli sveita í einstökum héruðum. Þegar litið er á árangur
af þessum tilraunum, má draga saman af honum eftir-
farandi ályktanir:
F R E Y R
327