Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1977, Page 21

Freyr - 15.05.1977, Page 21
VarplandiS á Lóni í Viðvikursveit er þéttsetnara en almennt gerist. Áður en varp hefst, er sagt, að æðurinn „setjist upp“, en svo er sagt, þegar blikar og kollur safnast í varplandið og sitja þar á þúfum eða búa sig til þess að krafsa holur milli þúfna eða í skjóli við steina. Gamlar kollur leita gjarnan í gömul hreiður sín, ef aðrar hafa ekki tekið þau í notkun. Hreiður- gerðin er annars jafnan frumstæð, skorn- ingur eða lítii lægð, lítillega klædd innan með stráum, þangi, þarablöðum eða öðru álíka, sem hjónin hjálpast að við að safna. Hreiður eru helst gerð rétt við ströndina eða fáa km frá henni. Dæmi eru þó þess, að æðarhreiður hafa fundist 10—15 km frá sjó, en þá jafnan nærri á eða stöðuvatni. Ýmsir hafa sett upp flögg og hræður í þeim tilgangi að hæna fuglinn til varp- stöðva. Þetta hefur einatt borið árangur, því að meinvættir, einkum ránfuglar, hika við að gera árásir á svona staði. Hitt er vafa- samt, hvort marglit flögg hafa nokkra þýð- ingu að þessu leyti, svo sem margir ætla. Þegar hreiðurgerð er lokið, hefst varpið. Strax og fyrsta eggi hefur verið orpið, strýkur kollan dún af brjósti sér til þess að ylja egginu, þegar hún er fjarri. Næstu daga bætast fleiri egg I hreiðrið, svo að einatt verða þau 4—6, en jafnframt losnar meiri dúnn, sem kollan strýkur af sér með nefinu. Dúnninn er brúnleitur, fíngerður og marg- greindur og myndar frábæra einangrun um eggin. Eggin eru grágræn að lit. Og nú er ungunin I gangi. Kollan liggur róleg á eggj- unum, breiðir sig rækilega yfir þau og hverfur af þeim aðeins til þess að drekka, svo sem einu sinni á sólarhring, en nærist ekki eða óveruiega, á meðan hún liggur á. Þegar hún yfirgefur hreiðrið um stund, breiðir hún dúninn vandlega yfir eggin. Nokkuð er breytilegt, hve snemma vors varpið hefst. Ræður veðurfar mestu um það, en sjaldgæft mun vera, að það hefjist fyrr en með maíbyrjun, og þegar vor er kalt varla fyrr en um miðjan maí eða jafnvel síðar. Ungunarskeið eggjanna er, eins og hjá öðrum andfuglum, 27—28 dagar. Ungarnir dvelja I hreiðrinu aðeins 1—2 daga og fylgja síðan móðurinni til vatns eða sjávar og hefja sund strax og þangað kemur. Um ungunartímann er blikinn jafnan við hlið kollunnar eða í nánd við hana fyrstu dag- ana en hverfur svo þaðan, og síðari hluta varptímans má sjá hóp blika álengdar, og F R E Y R 341

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.