Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 30

Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 30
Birgðir af öllum gæðaflokkum nautakjöts 1. mars sl. voru samtals 870 tonn. Á sama tíma í fyrra voru birgðir af nautgripakjöti 1438 tonn. Mánaðarsala á nautgripakjöti er nú um 150 tonn en slátrun er í lágmarki, þannig að innvegið kjötmagn er 40—60 tonn á mánuði. Líkur eru á, að birgðir verði ekki miklar, þegar kemur fram á árið. Verð á nýmjólk í Svíþjóð og á íslandi. Til fróðleiks er hér birt tafla, þar sem gerð- ur er samanburður á verði á mjólk í Svíþjóð og hér á landi. Eins og sést á tölunum fá bændur í Sví- þjóð heldur meira fyrir mjólkina en íslenskir bændur, en verð til neytenda er þar um 9 kr. lægra en hér á landi, þrátt fyrir að þar er greiddur virðisaukaskattur af mjólkinni. Mjög svipað hlutfall er á greiðslu til bænda af óniðurgreiddu verði, en þó hafa sænskir mjólkurframleiðendur vinninginn, þar mun- ar mest um flutningskostnaðinn að mjólk- urbúunum, hann er mun meiri hér á landi en gerist í Svíþjóð. Verð á mjólk er greitt niður um 43% í Svíþjóð en 32.1% hér á landi. Mjólkurtankurinn... Framh. af bls. 337. t.d. vifta í strompi, mætti hleypa loftinu úr mjólkurhúsinu inn í fjósið gegnum op á vegg uppi undir þaki. Annars er loftútrásinni yfirleitt komið fyrir í útvegg, og er það kostur, að hæðarmunur á milli loftopanna sé sem mestur. Þannig fæst best loftræst- ing. Ef viftu þarf til að ná viðunandi loftræst- ingu, skulu afköst hennar vera 1 m3 lofts á klst. á hvern lítra mjólkur í tanknum. Tafla II. Ummál loftopa skal vera sem hér segir: Stærð mjólkurtanks Loftinnrás Loftútrás 200— 900 lítrar 45X45 cm 20X20 cm 1250—2500 — 55X55 cm 25X25 cm 3200—8000 — 60X60 cm 30X30 cm Svíþjóð ísland Greitt af neytendum Niðurgreiðsla í.-Kr./l 70,43 53,22 °/o af óniður- greiddu verði 57,0 43,0 Kr./l 79,00 37,30 0/° af óniður- greiddu verði 67,9 32,1 Oniðurgreitt verð 123,65 100,0 116,30 100,0 Greitt bændum 81,19 65,7 75,25 64,7 Vinnslu- og dreifingarkostnaður og flutningur að samlagi 13,48 80,7 25,50 21,9 Pökkunarkostnaður 10,17 8,2 8,35 7,2 Smásöluálagning 8,23 5,7 7,20 6,2 Virðisaukaskattur 10,58 16, 0 0 123,65 100% 116,30 100% (1 kr. sænsk = 46,00 ísl. kr.) 350 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.