Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 33
MATTHÍAS EGGERTSSON, Hólum:
Næpa til vetrarfóðrunar
Ræktun fóðurnæpu hefur aukist hér á landi undanfarin ár. Kostur
við ræktun hennar fram yfir ræktun á fóðurkáli er m.a. sá, að
næpan gefur meiri uppskeru samanlagt í káli og næpu en fóðurkálið,
og 100 hestburða uppskera af næpum af hektara er eðlileg við góð
skilyrði.
□
Annar kostur við næpuræktun er sá að taka má næpur upp og nota
til innifóðrunar. Slíkt hefur þó þann annmarka, að upptökuna er
erfitt að vélvæða, þegar næpufræinu er dreifsáð, en vélar eru til,
sem taka má upp næpur með, ef þær vaxa í röðum. Þennan annmarka
hafa þó ekki allir sett fyrir sig, og spurnir eru af bændum, sem
tekið hafa upp næpur til innifóðrunar. Einn þeirra er Sigurður
Þorsteinsson, bóndi á Skúfsstöðum í Hjaltadal í Skagafirði. Viðtal
við hann fer hér á eftir.
I hve stórt stykki sáðir þú næpum síðast-
liöið vor?
Ég hef sáð í tæpan hektara. Fræ í það
var 1,8 kg og það var yfrið nóg. Þetta var
geysiþétt. Ég hrærði þremur pokum af
áburði, 15 kg af bóraxi og fræinu saman
á palli og dreifði því svo með Bögballe-
kastdreifara og sáningin varð jöfn. Síðan
fór ég aðra umferð með afganginn af áburð-
inum, alls 16 poka af 17-17-17. Landið var
myldin móajörð, frekar jarðgrunn, og hafði
verið forræktað eitt ár áður með fóðurkáli.
Sáning fór ekki fram fyrr en 10. júní. Auk
næpu ræktaði ég svo fóðurkál á þremur
hekturum.
Hvernig nýttir þú grænfóðrið?
Um 15. september, eftir fyrstu göngur,
set ég um 270 lömb í hólfið, með kálið,
næpuna, úthaga og tún innan sömu girð-
ingar. Lömbin snertu ekki næpuna fyrst en
bitu aðallega kálið. Ég sendi til slátrunar
8. október 130 lömb. Af þeim fara þrjú ekki
í 1. flokk og meðalvigt var 15,86 kg. Þau
voru ekki vigtuð, þegar þau fóru inn í hólf-
ið, en þau voru mjög rýr og verri en undan-
farin haust. Afgangurinn af lömbunum fór
til slátrunar 20. október. Þau voru heldur
þyngri en svipuð að flokkun. í fyrra skiptið
valdi ég úr vænni lömbin til slátrunar. Þá
set ég ærnar í hólfið. Um það leyti standa
bara stönglarnir eftir af kálinu, en næpan
er nær ósnert. Þá gerir hret, þéttan öklasnjó
en lítið frost, og nú leggst allur hópurinn
á næpukálið með því að krafsa sig niður úr
snjónum. Síðan fer aftur að hlána og þá
F R E Y R
353