Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 31

Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 31
Bréf f rá bændum Gróðurkort og virkjun Blöndu Svar Ingva Þorsteinssonar Rannsóknastofnun landbúnaðarins við bréfi norðlensks bónda varðandi landsspjöll, sem yrðu við fyrirhugaða Blönduvirkjun. Hr. ritstjóri. í þriðja tölublaði Freys á þessu ári er birt bréf frá „norðlenskum bónda“ varðandi áætlanir um Blönduvirkj- un. Bréfin eru reyndar tvö, og er tilgangur síðara bréfsins sá að leiðrétta rangar staðhæfingar í fyrra bréfinu. Það er að vísu eins og að berjast við vindmyllur að svara nafnlausum bréfum. Ég get þó ekki látið hjá líða að gera það í þessu tilviki, því að í bréfinu er á rangan hátt fjallað um niðurstöður rannsókna, sem ég sá um framkvæmd á fyrir hönd Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á gróður- fari og beitarþoli fyrirhugaðs stíflusvæðis á Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði. í fyrra bréfinu segir: „(þ.e. Ingvi Þorsteinsson) tekur því sem næst meðaltal beitargildis alls afréttarsvæðisins og reiknar út frá því. Tekur ekki tillit til þess, að það er líklega besta beitilandið, sem fer undir lónið, en mikill hiuti afréttarsvæðisins er lítt eða ekki gróið land, melar, uppblásið land, móar og hraun (land, sem er kallað hraun). Hér virðist því um beina blekkingu að ræða, og má segja, að það sé í stíl við margt annað varðandi þetta virkjunarmál.11 í seinna bréfinu segir svo: „Þetta er ekki rétt, heldur er tekið meðaltal gróins lands.“ Hvorug þessara staðhæfinga er rétt, og hefði verið innan handar fyrir „norðlenskan bónda“ að afla sér réttr- ar vitneskju um þessi mál, því að blekking er bæði stórt orð og leiðinlegt. Þessa vitneskju er m.a. hægt að fá í greinargerðum um virkjun Blöndu, sem lagðar voru fram á umræðufundum á Blönduósi 29. apríl og 9. júlí 1975 og í Varmahlíð í Skagafirði 10. júlí sama ár, í bók II. um „Virkjun Blöndu“ og í umræðu og skrifum í fjölmiðlum um virkjunaráform við Blöndu. En staðreyndirnar eru þá þessar: Orkustofnun fékk Rannsóknastofnun landbúnaðarins til að gera sérstakt gróðurkort af fyrirhuguðu virkjunarsvæði Blöndu í þeim tilgangi að ákvarða stærð og beitargildi þess lands, sem þar færi undir vatn á Auðkúluheiði og Eyvindarstaða- heiði. Gróður þessara afrétta hafði að vísu verið kort- lagður árin 1965 og 1966, en beitargildi gróðurs á lón- F R E Y R 351

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.