Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 29

Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 29
Frá upplýsingapjónustu landbunaðarins Nýtt íslandsmet hjá Rauðsokku í Hlíðskógum. Hjá nautgriparæktardeild Búnaðarfélags ís- lands hefur verið tekið samanyfirlit um starf- semi nautgriparæktarfélaganna á síðastl. ári. Þar kemur í Ijós, að kýrin Rauðsokka, til heimilis að Hlíðskógum í Bárðardal, hefur slegið öll fyrri met í nythæð. Hún mjólkaði hvorki meira né minna en 8.363 kg með 3.71% fitu. Aftur á móti var afurðamesta kýrin Rauðka í Árnesi í Aðaldal, hún mjólk- aði 7.001 kg með 5.68% fitu. Það gerði 474 kg af smjöri en Rauðsokka aftur á móti gaf ekki nema 370 kg af smjöri. Samtals voru 18.206 reiknaðar árskýr á skýrslum, þær mjólkuðu að meðaltali 3.580 kg en það var 66 kg meira en árið 1975. Mestar meðal- afurðir voru á svæði Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga, þegar mælt var í kg mjólkur, en á svæði Búnaðarsambands Ey- firðinga, þegar mælt var í mjólkurfitu. Það voru hvorki meira né minna en 11 félög, þar sem kýrnar mjólkuðu 4.000 kg eða meira að meðaltali. Hæsta félagið var í Grýtubakkahreppi, þar voru 126 árskýr, sem mjólkuðu að meðaltali 4.783 kg. Það voru 175 kýr á öllu landinu, sem mjólkuðu 6.000 kg eða meira á árinu. Hæsta meðalnyt á einu kúabúi, þar sem kýr voru fleiri en 10, var hjá Sverri Magnússyni, Efraási, Hólahr., Skag., þar voru 15.3 árskýr, með- alnyt reyndist vera 5.260 kg. Einna glæsi- legasti árangur í mjólkurframleiðslunni á síðastliðnu ári var þó hjá Hermóði heitnum Guðmundssyni, Árnesi, þar voru rúmlega 40 árskýr, meðalnytin var 5.252 kg. • Kindakjöt. Framleiðsla á kindakjöti varð 5% minni á síðastliðnu ári en árið 1975. Dilkakjöt reynd- ist vera 12.350 tonn en kjöt af fuliorðnu 1.635 tonn. Flutt hefur verið út af fram- leiðslu síðastliðins árs 3.127 tonn af dilka- kjöti og 192 tonn af kjöti af fullorðnu. Birgðir af dilkakjöti 1. mars voru 6.605 tonn. Sala innanlands frá því í sláturtíð í haust og fram til 1. mars sl. var 3.643 tonn af dilkakjöti og 783 tonn af kjöti af fullorðnu fé. Sala á dilkakjöti hefur dregist nokkuð saman, miðað við árið 1975, samkvæmt því sem skýrslur um birgðir og sölu virðast sýna. Meðal mánaðarsala á dilkakjöti er 665 tonn. Fituskert mjólk. Á fundi Framleiðsluráðs landbúnaðarins fimmtudaginn 24. mars var tekin til um- ræðu ályktun Búnaðarþings um fituskerta mjólk. Framleiðsluráð samþykkti að mæla með því, að hafnar yrðu tilraunir með fitu- skerðingu á mjólk hjá tveim eða fleiri sam- lögum. Gert er ráð fyrir, að fyrst í stað muni mjólkurstöðin í Reykjavík og mjólkur- samlag KEA hefja slíkar tilraunir. Ekki hef- ur verið ákveðið, hver skuli vera fitupró- sentan í mjólkinni, en rætt hefur verið um 1—1.5% fitu. Þegar sexmannanefnd hefur ákveðið verð á slíkri mjólk og það er talið viðunandi fyrir framleiðendur, þá ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að setja hana á al- mennan markað. • Mikil aukning í sölu nautakjöts. Fyrstu tvo mánuði ársins varð 42% aukning í sölu nautakjöts miðað við sömu mánuði 1976. Á síðastliðnu ári var innvegið magn nautgripakjöts í sláturhúsunum 1.938 tonn, en heildarsala á árinu var 2.258 tonn. F R E Y R 349

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.