Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 12
ti! að ná fullum þroska. Vegna þess hve
langan vaxtartíma vetrarhafrarnir þurfa, er
minni hætta á því, að þeir skríði hér á landi,
og þess vegna má nýta þá lengur fram
eftir hausti. Uppskera getur orðið jafnmikil
og af sumarhöfrum, ef vetrarhafrar fá að
spretta hálfum mánuði til þremur vikum
lengur en sumarhafrar.
Góðir stofnar: Maris Quest (breskur),
Peniarth (breskur), Maris Osprey
(breskur).
Bygg (Hordeum vulgare).
Bygg er nokkuð blaðrýrara en hafrar en
stendur vel og er fljótvaxnara. Þarf um 80
sprettudaga frá sáningu til beitar eða slátt-
ar.
Reyndur stofn: Birgitta (sænskur).
Óreyndir stofnar: Nordal (danskur), Mari,
Rupal (sænskur).
Rýgresi (Lolium multiflorum).
Rýgresi er fljótvaxin, einær eða vetrareinær
grastegund. Til eru tvær undirtegundir,
westervoldiskt rýgresi, sem er sumareinært
og sérlega fljótvaxið, og ítalskt rýgresi,
sem er vetrareinært og þarf nokkru lengri
vaxtartíma en westervoldiskt rýgresi.
a) Westervoldiskt rýgresi hentar vel til
votheysgerðar og til beitar fyrir kýr á miðju
sumri. Hána má nota til beitar eða sláttar.
Það hefur komið fyrir, að menn hafa sáð
westervoldisku rýgresi og ætlað það til
beitar fyrir lömb. Þegar til hefur átt að taka,
er rýgresið úrsér sprottið og lélegt fóður
og menn hafa orðið fyrir vonbrigðum með
rýgresisræktunina. En ástæðan fyrir von-
brigðunum er röng undirtegund. Wester-
voldiskt rýgresi þarf um 80—90 sprettu-
daga.
Góðir stofnar: Tewera (hollenskur),
Billion (þýskur).
b) ítalskt rýgresi er það rýgresi, sem á
að nota fyrir sláturlömb. Það þarf um 100
—110 sprettudaga.
Góður stofn: EF 486 Dasas (danskur).
Óreyndir stofnar: Prima Roskilde (dansk-
ur), Birca Trifolium (danskur).
Repja (Brassica napus oleifera).
Er fóðurkálstegund af krossblómaætt, ná-
skyld gulrófu. Repjan er einær eða vetrar-
einær planta. Það er fyrst og fremst hin
vetrareinæra vetrarrepja, sem ræktuð hefur
verið hér á landi.
a) Sumarrepja hefur lítillega verið reynd
hér í tilraunum en ekki náð verulegri út-
breiðslu. Hún er fljótvaxin en trénar síðla
sumars. Vaxtartíminn er um 60—70 dagar.
Óreyndur stofn: Gulle (sænskur).
b) Vetrarrepja er langalgengasta fóður-
kálið hér á landi. Hún er fyrst og fremst
notuð til beitar bæði fyrir kýr og lömb.
Vaxtartíminn er um 100 dagar. Stórvaxnir
vetrarrepjustofnar eru gjarnan kallaðir risa-
repja.
Góðir stofnar: Silona (norskur), Hurst
(enskur), Emerald (breskur), Church
(enskur).
Mergkál (Brassica oleracea acephala).
Mergkál er yfirleitt stórgerðara en repja og
er með mikla forðanæringu (merg) í stöngl-
inum. Mergkál þarf eina 120 daga til að ná
fullri sprettu. Það er því helst sunnan lands
og á veðursælustu stöðum í öðrum lands-
hlutum, sem mergkál kemur til greina sem
grænfóður.
Reyndir stofnar: Griiner Angeliter (þýsk-
ur), Hurst (enskur).
Fóðumæpa (Brassica campestris rapifera).
Fóðurnæpa hefur ekki verið ræktuð hér
sem grænfóðurjurt nema í örfá ár. í tilraun-
um hefur hún reynst vel og oft uppskeru-
mesta jurtin í hverri tilraun. Kýr og lömb
bíta bæði blöðin og næpuna sjálfa, sem
vex mikið til ofanjarðar.
Reyndir stofnar: Civasto (hollenskur),
Taronda (hollenskur).
Fóðurhreðka (Raphanus sativum oleiferus).
Afar fljótvaxin fóðurkálstegund. Þarf um 50
—60 sprettudaga. Hefur verið uppskerulítil
í þeim tilraunum, sem hún hefur verið í hér.
332
F R E Y R