Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1977, Síða 20

Freyr - 15.05.1977, Síða 20
Dúnninn er auSvitaS til hlýinda í hreiðrinu. umhverfis ströndina, en að sjálfsögðu fyrst og fremst þar, sem fæðuföng hans eru mest og auðsóttust, á grunnsævi, þar sem mikið er um bláskel, svo sem er á Breiða- firði, við Sléttu og Langanes, við Faxaflóa, Vestfirði og Austfirði, en minna við sand- fjörur, eðlilega vegna þess að þar er minna af því lostæti, sem hann sækist mest eftir. Fuglafjöldinn er eðlilega háður hlutfalli milli viðkomu og affalla. En ungadauði eða ungahvarf er háð ýmsum atvikum og á síð- ari árum í miklum mæli aukinni mergð máva, sem gleypa unga í stórum stíl (svart- bakur o.fl.), en á ýmsum tímum hafa ísaár og önnur harðindi stundum höggvið veru- leg eða stór skörð í æðarstofninn íslenska. Vitað er, að ámusótt svonefnd er til í stofn- inum, líklega sem smitandi kvilli, en hvort hún eða aðrir næmir kvillar gera verulegan usla, er ekki sannað. Næring. Að æðarfugl er sjófugl, vita víst allir. Þess vegna er eðlilegt, að hann nærist af því, sem vex, fast eða fljótandi, í sjónum. Fjöl- margar og margendurteknar rannsóknir hafa sýnt, að þegar kræklingur á annað borð er í verulegu magni á heimaslóð fugls- ins, þá er hann um 30—60% af fæðunni, en annars nærist æðarfugl á sníglum, kröbbum, burstaormum og fleiri lindýrum. Við eðlileg fæðuöflunarskilyrði tekur hann ekki til sín jurtafæðu svo teljandi sé. Ungarnir nærast helst á smáum lífverum, svo sem ormum og svifi. Æðarfuglinn hefst við á grunnsævi. Er það eðlilegt, þar eð hann nærist fyrst og fremst á því, er vex á sjávarbotni. Við tanga, nes og hólma og fjörur, þar sem grunnsævi er verulegt, eru lífsskilyrði yfir- leitt góð, því að þar er forðabúr mikið, en talið er, að fuglinn geti kafað allt að 15 m dýpi, eða jafnvel enn dýpra, til þess að sækja næringu. Þegar hann kafar, notar hann bæði vængi og fætur til þess að örva sundhraðann. í hafróti er hann gjarnan vel á verði um fæðuöflun, enda er þá einatt á reki talsvert magn af þara og þangi, alsettu smáum líf- verum, sem eru einkar hentug fæða, fyrst og fremst handa ungum. Viðhald stofnsins. Það er æðarfugli eðlilegast að hafa hreið- urstöðvar sínar í þéttbýli, enda er hann félagslynd vera. Að vísu hefur hann það líka til að byggja hreiður um dreifðar byggðir, en alþekkt er, að þar sem hann finnur aukið öryggi, safnast hann í ver (egg- ver, varplönd, varpstöðvar). Finni hann ör- yggi í návist manna, leitar hann þangað, vel verndaður fyrir meinvættum náttúrunn- ar, og sé honum veitt aðstoð til hreiður- gerðar, tekur hann henni. Sem dæmi þess má nefna, að hjólbarðar hafa verið færðir út í varplönd og þar strax teknir í notkun af varpfúsum æðarkollum. Er þar um að ræða nýjustu gerð hreiðra. 340 F R E Y R

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.