Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 14
SIGTRYGGUR BJÖRNSSON, Hólum, Hjaltadal:
Mjólkurtankurinn ng
mjólkurhúsið
í stað hins gamla verklags að flytja mjólk í brúsum mun hún í
framtíðinni verða flutt í sífellt meiri mæli til mjólkurbúanna í tönkum
á stórum flutningabíium. í nánu sambandi við þessa tankvæðingu
er tankvæðing í mjólkurhúsum á bæjum.
Mjólkurtankakerfið er mjög útbreitt í Bandaríkjunum og á Norður-
löndum. Hér á landi hefur það verið í notkun í allt að tíu ár, en á
nokkrum svæðum er mjólk enn flutt í brúsum.
•
Margt er það, sem mælir með tankvæðingu, og er þar helst að nefna
miklu ódýrari flutninga til mjólkurbúanna og einnig losnar bóndinn
við alla flutninga á brúsapall, sem oft er erfitt og tafsamt verk
einkum á vetrum, þegar snjór hamlar ferðum og erfitt og dýrt er að
gangsetja vélar vegna kulda. Hins vegar er stofnkostnaður við
tankvæðingu mikill, en hann mun þó borga sig fljótt, ef vel er að
verki staðið.
1. Tækjabúnaðurinn.
Mjólkin er geymd heima á búunum í mjólk-
urtönkum, sem eru búnir rafknúnu kæli-
kerfi. Á kælikerfi, sem notuð eru í mjólkur-
tanka, er notað freon 12 sem kælivökvi.
Suðumark þess er við -h29,8°C.
Til að mjólkurtankakerfið leiði ekki til
verri verri meðferðar á mjólk en áður var
með notkun mjólkurbrúsa, verður í fyrsta
lagi að gæta fyllsta hreinlætis í hvívetna. í
öðru lagi verður að kæla mjólkina fljótt
niður fyrir 4°C og geyma hana við það
hitastig. Til þess að þetta sé unnt, verður
val á mjólkurtanki að falla að aðstæðum á
hverjum stað.
Kæliafköst mjólkurtanksins þurfa að vera
sem hér segir, miðað við að mjólkin sé
tekin annan hvorn dag.
Sé 32°C hiti í mjólkurhúsi og tankurinn
fullur að 3/4 af 4° heitri mjólk og síðan
fylltur með 35°C heitri mjólk, þá verður
334
F R E Y R