Freyr - 15.05.1977, Blaðsíða 35
Fyrsta kona í forsvari fyrir
búnaSarféiag í Svíþjóð.
Konur sitja orðið í stjórnum hreppabúnað-
arfélaga í Svíþjóð. í Skörum var Kerstin
Wirberger, húsfreyja kosin formaður. Hún
er fyrsti kvenkyns formaður búnaðarfélags
í Svíþjóð. í þessu sambandi má geta þess,
að á aðalfundi Stéttarsambands bænda á
Laugarvatni 1975 var samþykkt ályktun um
jafnt kjörgengi bænda og maka þeirra sem
fulltrúa á fundi Stéttarsambandsins. Búnað-
arþing 1976 gerði ályktun um jafnan rétt
bænda og maka þeirra til að vera félagar
í búnaðarfélögum og til kjörgengis til Bún-
aðarþings.
•
Er útflutningurinn baggi á þjóðinni?
í ræðu sinni við setningu Búnaðarþings
vék landbúnaðarráðherra að útflutningi á
landbúnaðarvörum og sagði þá m.a.:
„Við útflutning á dilkakjöti hafa, eftir því
sem kemur fram í Hagskýrslum, fengist frá
54—67% af verðinu miðað við sölu innan-
lands. Sé reiknað, hvað vantar mikið á
hvern dilk, sem fluttur hefur verið út, reikn-
ast það um 26% af verðinu. Nú er mest
flutt til Noregs og verða það um 3.500 lestir
á þessu ári. En Norðmenn beita niður-
greiðslum til að halda niðri verðbólgu og
á síðasta ári hækkuðu þeir niðurgreiðslur
á dilkakjöti sem svarar 135 kr. ísl. hvert kg,
og verkar það til lækkunar á því verði, sem
við fáum. Svíar hafa einnig miklar niður-
greiðslur og verja til þeirra sem svarar 142
milljörðum íslenskra króna. Þar á meðal
eru háar niðurgreiðslur á dilkakjöti, sem
lækka verð til okkar.
Ef litið er á útflutningsmálin, þá kemur í
Ijós, að útflutningsverðmæti ullar og skinna
hefur vaxið óðfluga á síðustu árum. Ullar-
og skinnaiðnaður er vaxtarbroddur íslensks
útflutningsiðnaðar. Aukning hans á árinu
1976 nam um 55.8%.
Að meðtöldum ullar- og skinnavörum
nam útflutningur landbúnaðarafurða og
sala til ferðamanna um 8% af heildargjald-
eyrisöflun þjóðarinnar eða 51/2 milljarði
króna.
Ullar- og skinnaiðnaður úr íslensku hrá-
efni getur því aðeins haldið áfram að vaxa
og skila þjóðinni auknum gjaldeyri, að hon-
um sé séð fyrir nægu og góðu hráefni. Það
fer ekki saman að auka það hráefni og
minnka framleiðsluna á kjötinu.
Líta verður á þetta um leið og útflutn-
ingsbæturnar, þær stuðla að framleiðslu
hráefnis, sem margfaldast í meðförum og
skilar þjóðinni gjaldeyri, sem hún getur
ekki án verið.
Sá gjaldeyrir, sem fæst með útflutningi
landbúnaðarvara, skilar ríkissjóði umtals-
verðum tekjum vegna aukinna viðskipta,
sem af gjaldeyrisöfluninni leiða.
Láta mun nærri, að útflutningsgjöld og
söluskattur á innkaupsverð nemi 50% af
heildarverði innflutnings til landsins.
Eftir því eru tekjur ríkisins af vörukaup-
um fyrir þann gjaldeyri, sem landbúnaður-
inn leggur tii, 2.7—2.8 milljarðar króna. Út-
flutningsbætur voru 1550 milljónir kr. sl. ár.
Skattatekjur ríkissjóðs af andvirði búvöru-
sölunnar úr landi hafa því orðið 1100—1300
milljónum króna meiri en útflutningsbæt-
urnar.
F R E Y R
355