Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1977, Page 8

Freyr - 15.05.1977, Page 8
• Á Fljótsdalshéraði innan Vallaness og við Eyjafjörð innanverðan, einkum kringum Akureyri, þar sem fengin er meira en 70 ára reynsla, þykir nú sannað, að hægt sé að stunda skóg- rækt til borðviðarframleiðslu, og er árlegur viðarvöxtur barrskóga þar fyllilega sambærilegur við það, sem gott þykir erlendis. • Á þremur svæðum öðrum hefur veru- leg skógrækt verið stunduð síðan 1950. Þau eru: Hlíðabeltið í uppsveit- um Árnessýslu, suðurdalir Borgar- fjarðar vestra og hið þriðja í döl- um Suður-Þingeyjarsýslu, einkum Fnjóskadal og í Skógardalnum milli Fljótsheiðar og Kinnarfells. Miðað við 20 ára reynslu og þaðan af skemmri, er ræktun trjáa á þessum svæðum, einkum tveim þeim fyrrnefndu, mjög álitleg og hafa þar sumar tegundir ekki vaxið lakar en á fyrst nefnda svæðinu á sama tíma, en sakir skemmri tíma þykir enn of snemmt að fella um þau sama dóm. • Á ýmsum öðrum svæðum á landinu hefur ræktun ýmist verið stunduð skemur eða með misjafnari árangri. Víða mun þó mega finna skýlda og góða staði, þó ekki sé um samfelld svæði að ræða, sem líklegir eru til skógræktar með viðarframleiðslu fyrir augum. En markmið skógræktar og skógverndar eru fleiri en viðarframleiðsla. í „Land- græðsluáætlun 1974“ er bent á eftirfarandi markmið, auk framleiðslu viðar: 1. Gróður og jarðvegsvernd: Þar undir: vörn gegn vindrofi, vatnsrofi og skriðu- föllum, jarðvegs- og gróðurbætur, sem skóginum fylgja og jarðvegs- og gróður- myndun á örfoka eða gróðurlausum svæðum. 2. Framleiðsla jólatrjáa og skrautgreina. Að fáum árum liðnum er talið, að við 328 getum framleitt jólatré og greinar til eigin þarfa. 3. Skógar sem útivistarsvæði. Flest stærri sveitarfélög, sem þess eiga kost, leggja á það áherslu, að komið sé upp í ná- grenni þeirra skógiklæddum útivistar- svæðum eða að eiga aðgang að þeim. 4. Friðlönd eða þjóðgarðar, opnir almenn- ingi, hafa fyrst og fremst verið valin þar, sem skógar eru fyrir eða skógar gróa við friðun. Slík skógi vaxin svæði hafa lengi verið eftirsóttustu ferðamanna- staðir. 5. Sumarbústaðalönd. Birkilendi og önnur skýld svæði, álitleg til skóg- eða trjá- ræktar, eru langeftirsóttustu staðir til sumarbústaða. Víða geta bændur að meinalausu fyrir hefðbundinn búskap sinn haft hag af því að leigja slík lönd undir sumarbústaði, og væri það víða hyggilegt fyrir þá að leggja stund á skóg- rækt í því augnamiði á vissum hlutum jarða sinna. Allar slíkar byggingar þurfa þó að lúta skipulagi, eigi vel að fara. 6. Beitiskógar. Mikill hluti af birkiskógum kjarri eru í ásalandi eða hraunum með grunnum jarðvegi, sem ekki ef fallinn til ræktunar. í skógarbotni laufskóga vex jafnan gróskumeiri gróður en á bersvæði utan þeirra. Með mátulegri friðun og réttri meðíerð má hafa þarna góða beit. Beitargildi landsins mætti víða stórauka, með því að friða landið um árabil og rækta þar birkiskóga. Mundi það auka verulega á fegurð og notagildi jarðanna, þegar fram í sækti. 7. Skjólbelti. Reynsla er nú að fást fyrir því, hvernig gera mj skjólbelti í hinum ýmsu landshlutum. Skjólbelti auka upp- skeru hvers konar ræktunar og auka ör- yggi hennar, einkum í köldum sumrum og þar sem næðingssamt er. Því meira er um vert þennan uppskeruauka, sem ræktunin er verðmætari. Hvers konar garðrækt er því líklegust til að borga Framh. á bls. 344. F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.