Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 18

Freyr - 15.05.1977, Qupperneq 18
Þa8 fer ekki milli mála, að æðarfuglinn er mesti nytjafuglinn, sem fyrirfinnst í dýraríki íslands og ekki telst til hins tamda búfjár. □ Það er dúnninn, sem fuglinn leggur í hreiður sín og vera skal eggjunum til skjóls um ungunartímann, er skapar verðmætið. Áhugi á vernd fuglsins til aukinna nytja gefur tilefni til að gera stuttlega grein fyrír vissum staðreyndum í sambandi við þennan þátt í ríki náttúrunnar, af því að hann er arðsamur og þróast betur undir handarjaðri mannsins en í frelsi víðernisins. GISLI KRISTJANSSON: Æðarfugl (Somateria mollissima) Ytri einkenni. Æðarfuglinn telst til ættkvísla andfugla og er þeirra stærstur, eða um 63 sm að lengd, fullvaxinn. Karlfuglinn er nefndur bliki en kvenfugl- inn kolla. Karlinn er hvítur á baki og svartur á kviði. Brjóstið er hvítt með daufri, bleikri siikju. Höfuðið er hvítt með dökka hettu á kolli og grænleitan hnakka. Kollan er brún með dekkri þverrákir um bolinn. Eftir árstíðum breytist litarhátturinn nokkuð, litirnir eru skýrastir fyrir og um varptímann. Á fyrsta ári er liturinn svipaður hjá báðum kynjum, en á öðru ári fer blik- inn smátt og smátt að öðlast litarhátt full- vaxins karlfugls og á þriðja ári, þegar hann er kynþroska, er hann búinn skrúða hins fullþroska blika. Rödd fuglsins. Eins og algengast er í ríki fugla gefur æð- arfugl frá sér mismunandi hljóð, hann ú-ú- ar á ýmsan hátt. Þegar blikinn er í tilhugalífi, hefur hann þann hátt á, að hann reisir sig upp á vatn- inu, reigir höfuðið tii og frá, baðar vængj- unum með bægslagangi og gefur frá sér langdregið hljóð: ú-ú-aa-ú-úa-a-o-o-oh. 338 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.