Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 9

Freyr  - 01.06.1981, Blaðsíða 9
in ánægja að fá tækifæri að starfa með foreldrum sínum, sem hann hafði ekki notið samvista við um 10 ára skeið. Dvöl Ólafs á Austurlandi varð aðeins eitt ár. Hann réðst þá til Búnaðarsambands Borgarfjarðar til að vinna jöfnum höndum að jarðabótastörfum og annast eftirlit og fitumælingar nautgriparæktar- félaga og úttekt jarðabóta. Vorið 1919 hættir Ólafur störfum hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar og ræður sig að Hvanneyri. Par hafði hann á höndum ýmis störf, vel borguð miðað við kjör þeirra tíma og félagsskap ágætan. Á Hvanneyri lágu leiðir þeirra Ólafs og Steingríms Steinþórssonar sam- an, en Steingrímur hafði tekið bú- fræðipróf frá Hvanneyri vorið áður en Ólafur kom í skólann, en ráðist haustið 1916 sem fjármaður til Halldórs Vilhjálmssonar og vann þar um nokkurra ára skeið. Kunn- ingsskapur Ólafs og Steingríms óx og treystist eftir að báðir urðu sam- tímis vinnumenn á Hvanneyri, enda áttu þeir ýmis sameiginleg áhugamál, en þó fyrst og fremst stóð hugur þeirra til meira náms. Báðir lögðu mikið á sig til að vinna sér fyrir farareyri og kostnaði við nám erlendis af því að ekki var um annað fjármagn að ræða. Réðist svo með þeim, að þeir héldu utan vorið 1921 til að hefja nám við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn þá um haustið. Sum- arið notuðu þeir til vinnu á bú- görðum á Jótlandi, til þess að læra málið og kynnast búskap Dana. Fyrsta veturinn í Landbúnaðarhá- skólanum voru þeir Ólafur og Steingrímur herbergisfélagar og deildu súru og sætu saman. Báðir sóttu þeir námið af kappi og sóttist vel. Steingrímur segir í minningum sínum: „Viðurðumþess bráttvarir að námið mundi verða okkur erf- itt. Ólafur var hinn mesti náms- hestur, las af miklu kappi og átti létt með að læra. Ég varð að hafa öllu meira fyrir því, en gekk einnig að náminu af hinu mesta kappi.” Vorið 1922hættuþeirÓlafurog Steingrímur að búa saman að sögn Steingríms ekki vegna ósamkomu- lags heldur af því, að þeir voru ekki skaplíkir og fór hvor sína leið. Kynni þeirra og sambýli hafði þó þau áhrif, að ævilöng vinátta og gagnkvæm virðing hélzt með þeim upp frá því. Peir féiagar brautskráðust frá Landbúnaðarháskólanum vorið 1924 og héldu heim. Ólafur var þá ráðinn framkvæmdastjóri Rækt- unarfélags Norðurlands, sem frá upphafi hafði bækistöð sína í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Strax eftir heimkomuna tók Ólafur til starfa, en aðkoman var ekki góð. Fjárskortur hafði mjög háð starf- semi Ræktunarfélagsins ekki síst tilraunastarfseminni, sem Ólafur hafði mestan áhuga fyrir. Að sögn Ólafs voru girðingar og önnur mannvirki í niðurníðslu, er hann tók við Gróðrarstöðinni, og það sem verra var, að miklar skuldir hvíldu á Ræktunarfélaginu. Blés ekki byrlega til að byrja með, en þrautseigja Ólafs og sú lífsreynsla hans, að hafa í uppvexti vanist því að komast af með takmarkað fjár- magn, hjálpuðu til þess, að í stað þess að gefast upp, lyfti hann Ræktunarfélaginu og Gróðrar- stöðinni til vegs og virðingar. Varð Ólafur fljótt landskunnur fyrir jarðræktartilraunir sínar, bæði áburðartilraunir, ekki síst tilraunir með mismunandi tegundir og stofna af grasfræi, en þá var sáð- sléttuaðferðin enn lítt útbreidd meðal bænda og þekking þeirra á jarðrækt nær engin. Síðar vöktu tilraunir Ólafs með smára og fleiri belgjurtir verðskuldaða eftirtekt, þótt árangur þeirra væri því miður minna notaður en skyldi. Ýmis önnur störf auk tilrauna- starfseminnar féllu í hlut Ólafs hjá Ræktunarfélaginu. Má þar nefna meðal annars fyrirlestrahald á bændafundum og námskeiðum um alit starfssvæði félagsins, þ. e. Norðlendingafjórðung, einnig rit- stjórn og útgáfa Ársrits Ræktunar- félagsins. Ólafur lagði alúð við Ársritið, sá um reglulega útkomu þess og gerði það fjölbreytt að efni. Hann birti þar á skilmerkilegan hátt allar tilraunaniðurstöður Gróðrarstöðvarinnar og auk þess ágætar leiðbeiningargreinar um jarðrækt og ýmis önnur búnaðar- mál. Samdi Ólafur margar þeirra sjálfur, og vann hann því í senn bæði sem tilraunastjóri og ráðu- nautur. Með lagasetningu um tilrauna- starfsemi landbúnaðarins 1940 var ákveðið, að ríkið ræki sjálft 4 til- raunastöðvar í jarðrækt. Varð þá sú breyting á starfsemi Ræktunar- félags Norðurlands, að það leigði ríkinu tilraunastöð sína á Akur- eyri, þ. e. Gróðrarstöðina. Ólafur hélt áfram tilraunastjórastarfi sínu, en nú hjá ríkinu. Hann var skip- aður í Tilraunaráð jarðræktar er starfa átti samkv. hinum nýju lög- um, og hafði þar mikil og góð áhrif. Þrátt fyrir þessa breytingu hélt Ól- afur áfram að vera framkvæmda- stjóri Ræktunarfélagsins og rit- stjóri Ársrits þess til 1964. Eftir aldarfjórðungsstarf sem til- raunastjóri á Akureyri sagði Ólaf- ur því starfi lausu 1949, en réðist þá sem jarðræktarráðunautur til Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Gegndi hann því starfi til ársins 1945. Læturhann þá afopinberum störfum um skeið og helgar sig rannsóknum og ritstörfum um áhugamál sín, sem voru fjölþætt. Eftir þriggja ára sjálfsmennsku gekk Ólafur aftur fram á völlinn til fullra starfa fyrir íslenzkan land- búnað og nú á því sviði, sem þeir, er hann þekktu vel, gátu síst búist við. Hann réðst 1957 til Sambands nautgriparæktarfélaga í Eyjafirði, FREYR —409

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.