Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 27

Freyr - 01.06.1981, Blaðsíða 27
Hve gamlir verda líffuglarnir? Þeir verpa best þriggja til fintm ára og ekki er ráðlegt að gera þá eldri. Hvernig fara þeir með beiti- landið? Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir nokkur ár. Fuglarnir ganga vel að gróðri og snöggbíta, þar sent þeir bíta. Þeir vilja ekki trénaðan gróður né loðin tún. Þeir bíta frek- ar aftur og aftur sömu blettina með hæfilegu millibili. Þeir virðast láta best við harðvellisgróðri, á lækjar- bökkum og kringunt skorninga. Svo þiggja þeir berin á haustin. Ég held að þeir fari ekki illa með gróður þar sem þeir hafa nóg land, en það sem er e. t. v. óljóst er það, hvernig snöggbitnu landi reiðir af, ef það fer þannig undir vetur. Og að lokum. Ætlar þú að halda þessttm búskap áfram? Já, og ég reikna með að auka hann eitthvað. Þetta hefur mest verið tómstundagaman fram að þessu, en ég hef hugsað mér að fjölga gæsunum það mikið, að ég tapi ekki á því að liggja yfir þessu. M. E. Hver finnst þér arðsemi þessa búskapar miðuð við annan búskap t. d. sauðfjárrœkt? Ég hef ekki lagt það strangt niður fyrir ntig. Okkur telst til að fóðurkostnaður sé um 50% verðsins, sem við fáum. Slátur og dreifingarkostnaðurer um 20% og afgangurinn, 30% fer í annað, svo sem girðingar, útungunarkostnað, innréttingar, rafmagn og vinnu. Gœsaungar teknir til vcengstýfingar am 10 vikna gamlir. Um 10 daga gamlir gœsaungar í Geitavík í Borgarfirði. seint, eins og menn muna, og það urðu töluverð afföll af fyrstu hóp- ununt, sent komu úr útungun það vor, vegna þess að ekki var hægt að setja þá út. Hvað verðursvo um afurðirnar? Við gerum sjálfir að fuglunum, reytum, svíðum og göngum frá þeint í neytendaumbúðir. Það er mikið verk. Síðan dreifunt við þessu í matvöruverslanir mest í Reykjavík og nágrenni en einnig víðar um land. Markaðurinn er ekki stór, en okkur hefur tekist að losna við fuglana fram að þessu. Þessunt mat má jafna santan við annan hátíðarmat. t. d. jólasteik, sem menn veita sér einu sinni á ári. Svona gæs gæti hafa kostað eftir þyngd fyrir síðustu jól út úr búð um 25.000 g.kr. og hún er nógur matur fyrir 6—7 ntanns. Útungunarvélarnar smíðuðum við sjálfir, og við þær og fleira er að sjálfsögðu töluverður fjárfest- ingarkostnaður. Hve umfangsmikil er gæsa- rœktin í kringum þig? Við erum tveir í Borgarfirði, Björn Jónsson í Geitavík og ég sem stundum þetta og auk þess Andrés á Dvergasteini í Seyðis- firði. Við þessir þrír mununt hafa verið með um 1300 sláturfugla s. 1. haust. FREYR — 427

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.